Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21.3.2025 15:21
Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum. 21.3.2025 14:29
Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafnar því að hún hafi verið leiðbeinandi unglingsdrengs sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gær. Hún segir að maðurinn hafi setið um sig og hún ekki höndlað aðstæður á sínum tíma. 21.3.2025 08:37
„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra. 20.3.2025 10:52
Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Mikill félagslegur stuðningur, frelsi og jöfnuðu er á meðal þess sem setja Íslendinga í þriðja sæti á alþjóðlegum lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Norðurlöndin raða sér í efstu sæti listans. 20.3.2025 08:50
Henda minna og flokka betur Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023. 19.3.2025 15:23
Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu. 18.3.2025 14:53
Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts. 18.3.2025 14:34
Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. 18.3.2025 09:26
Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Forseti Perú lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborginni Perú vegna vaxandi ofbeldisöldu í gær. Herinn hefur verið ræstur út til þess að ná tökum á ástandinu og samkomu- og ferðafrelsi borgarbúa verður skert næsta mánuðinn. 18.3.2025 08:39