Lindarhvoll – hvað svo? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2023 10:30 Óhætt er að segja að birting Sigurðar Þórðarsonar (SÞ) fyrrum setts ríkisendurskoðanda á greinargerð hans um Lindarhvol fyrir nokkru hafi sett Lindarhvolsmálið í nýtt ljós. Viðbrögð við birtingu Sigurðar á skjalinu hafa verið margvísleg, sum fyrirsjáanleg en önnur hafa komið nokkuð á óvart. Fjármálaráðherra gaf út að í greinargerðinni væri ekkert nýtt en sagðist um leið ekki hafa lesið hana, þó hún hafi verið í hans vörslu í fimm ár. Alls kyns sótraftar hafa verið dregnir á sjó eða olnbogað sér sjálfir í umræðuna til að breiða út línu Valhallar í málinu. Það var svo sem fyrirsjáanlegtÖll þau viðbrögð eru meira og minna skipulögð aðför að settum ríkisendurskoðanda SÞ. Hvergi er minnst á það sem fram kemur í greinargerðinni heldur farið fram með þvaður um að birting greinargerðarinnar standist ekki lög (sem er marghrakið í lögfræðiálitum) og reynt að sá efasemdum um umboð SÞ í starfi. Það sem helst kemur fram í greinargerð SÞ varðar hvernig salan á Klakkaeigninni stóðst enga skoðun en það kom einnig fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Einnig er fundið að því að fjármunir voru mótteknir án þess að grein hafi verið fyrir því gerð. Gleymum ekki að við erum að tala um meðferð á fjármunum í ríkissjóði, við erum að tala um almannaeignir, við erum að tala um ríkisbókhald. Í greinargerð SÞ kemur einnig fram að Lindarhvoll gerði ekkert eigið mat á þeim eignum sem til sölu voru heldur var stuðst við saldólista úr Seðlabankanum sem gaf litlar upplýsingar. Í einhverjum tilvikum var mat þó lækkað til þess að fá betri niðurstöðu við sölu og bendir SÞ á það í greinargerðinni. S Þ fer einnig yfir hvernig reynt var á starfstíma hans að tefja og takmarka upplýsingagjöf til hans bæði frá Lindarhvoli en einnig frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu (!?). Þöggunin sem einkennt hefur málefni Lindarhvols hófst því strax og hefur staðið fram á þennan dag. Í greinargerðinni vekur SÞ athygli á hvernig einn einstaklingur var alltumlykjandi í starfsemi Lindarhvols. Sá var s.k. lögfræðilegur ráðgjafi en annaðist í reynd öll störf félagsins. Hann mætti til fyrsta stjórnarfundar félagsins með starfslýsingu sína í farteskinu og yfirtók um leið alla stjórn á félaginu. Hlutverk ,,lögfræðilega ráðgjafans” kom berlega fram í málflutningi í Héraðsdómi þar sem hann var í senn vitni og verjandi. Settur ríkisendurskoðandi ,,ad hoc" hefur sent mál Lindarhvols til ríkissaksóknara sem áframsendi það héraðssaksóknara. Lengi vel stóð Viðskiptablaðið í baráttu fyrir að greinargerðin yrði birt. Nú er engu líkara en að Ragnar Reykás hafi tekið að ritstjórn sér á miðlinum því eftir birtingu greinargerðarinnar líkir einn greinarhöfundur á vefmiðli VB þeim sem harðast börðust fyrir birtingu hennar við "vingla og vindbelgi" . Skemmtileg kveðja til samstarfsmanna (?) en nauðsyn brýtur lög þegar Valhöll hóstar. Viðbrögð sitjandi ríkisendurskoðanda við greinargerðinni eru með miklum ólíkindum og reyndar óendanlega dapurleg. Það er verulega sorglegt þegar embættismaður stígur fram og opinberar þekkingarleysi sitt á stöðu sinni og embættis síns og á stjórnsýslunni í heild líkt og ríkisendurskoðandi gerði í viðtali á Sprengisandi á dögunum. Annar möguleiki en engu betri er auðvitað sá að ríkisendurskoðandi tali gegn betri vitund. Á Sprengisandi,sem merkilegt nokk fyrir útvarpsþátt, var settur upp þannig að tveir einstaklingar töluðu þann þriðja niður fjarstaddan. Þar lét ríkisendurskoðandi móðan mása um hliðsettan embættismann nefnilega settan ríkisendurskoðanda ,,ad hoc" SÞ. Núverandi ríkisendurskoðandi virðist enga grein gera sér fyrir stöðu SÞ sem setts ríkisendurskoðanda. Hann fellur í þá gryfju, sem fleiri hafa gert, að líta á SÞ sem n.k. verktaka eða húskarl sem er fjarri öllu lagi. Þess vegna var það ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að ákvarða starfslok SÞ heldur þess sem setti hann, nefnilega forseta Alþingis. Það ber einnig vitni um sérstaka fávísi þegar ríkisendurskoðandi segir að SÞ og verk hans hafi verið flautuð af árið 2018. Það er Alþingi sem ákveður verklok allra verkefna ríkisendurskoðunar með afgreiðslu oftast stjórnskipulags – og eftirlitsnefndar. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að núverandi ríkisendurskoðandi fái tækifæri til að viðra vankunnáttu sína fyrir þeirri nefnd um verk SÞ. Síðan bítur ríkisendurskoðandi höfuðið af skömminni með því að saka SÞ um dylgjur og segja hann hafa farið út fyrir verksvið sitt. Hann kallar einnig greinargerð SÞ setts ríkisendurskoðanda marklaust plagg. Afsakið en samkvæmt þessu veit maðurinn ekkert í sinn haus um bókhald, um verksvið ríkisendurskoðanda og um endurskoðun. Við munum lifa löng sex ár með fákunnandi ríkisendurskoðanda í embætti. Alþingi í hvers umboði ríkisendurskoðandi situr hlýtur að íhuga þá stöðu sem núrverandi ríkisendurskoðandi hefur sett embættið og stofnunina í. Lengi framanaf höfðu þingmenn Samfylkingarinnar takmarkaðan áhuga á málefnum Lindarhvols og fulltrúa þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiddist mjög þegar málefni félagsins voru til meðferðar í nefndinni. Þegar kastljós fjölmiðla skein nokkuð skært á málið fyrr á árinu þustu þingmenn Sf fram og reyndu að gera sig gildandi. Nú þegar kastljósið er nokkru daufara fer ekkert fyrir þessum þingmönnum í umræðunni. Það er áhyggjuefni þegar forysta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í höndum Samfylkingar. Vonandi stendur hún sína pligt því nú reynir á fyrir alvöru. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að birting Sigurðar Þórðarsonar (SÞ) fyrrum setts ríkisendurskoðanda á greinargerð hans um Lindarhvol fyrir nokkru hafi sett Lindarhvolsmálið í nýtt ljós. Viðbrögð við birtingu Sigurðar á skjalinu hafa verið margvísleg, sum fyrirsjáanleg en önnur hafa komið nokkuð á óvart. Fjármálaráðherra gaf út að í greinargerðinni væri ekkert nýtt en sagðist um leið ekki hafa lesið hana, þó hún hafi verið í hans vörslu í fimm ár. Alls kyns sótraftar hafa verið dregnir á sjó eða olnbogað sér sjálfir í umræðuna til að breiða út línu Valhallar í málinu. Það var svo sem fyrirsjáanlegtÖll þau viðbrögð eru meira og minna skipulögð aðför að settum ríkisendurskoðanda SÞ. Hvergi er minnst á það sem fram kemur í greinargerðinni heldur farið fram með þvaður um að birting greinargerðarinnar standist ekki lög (sem er marghrakið í lögfræðiálitum) og reynt að sá efasemdum um umboð SÞ í starfi. Það sem helst kemur fram í greinargerð SÞ varðar hvernig salan á Klakkaeigninni stóðst enga skoðun en það kom einnig fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Einnig er fundið að því að fjármunir voru mótteknir án þess að grein hafi verið fyrir því gerð. Gleymum ekki að við erum að tala um meðferð á fjármunum í ríkissjóði, við erum að tala um almannaeignir, við erum að tala um ríkisbókhald. Í greinargerð SÞ kemur einnig fram að Lindarhvoll gerði ekkert eigið mat á þeim eignum sem til sölu voru heldur var stuðst við saldólista úr Seðlabankanum sem gaf litlar upplýsingar. Í einhverjum tilvikum var mat þó lækkað til þess að fá betri niðurstöðu við sölu og bendir SÞ á það í greinargerðinni. S Þ fer einnig yfir hvernig reynt var á starfstíma hans að tefja og takmarka upplýsingagjöf til hans bæði frá Lindarhvoli en einnig frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu (!?). Þöggunin sem einkennt hefur málefni Lindarhvols hófst því strax og hefur staðið fram á þennan dag. Í greinargerðinni vekur SÞ athygli á hvernig einn einstaklingur var alltumlykjandi í starfsemi Lindarhvols. Sá var s.k. lögfræðilegur ráðgjafi en annaðist í reynd öll störf félagsins. Hann mætti til fyrsta stjórnarfundar félagsins með starfslýsingu sína í farteskinu og yfirtók um leið alla stjórn á félaginu. Hlutverk ,,lögfræðilega ráðgjafans” kom berlega fram í málflutningi í Héraðsdómi þar sem hann var í senn vitni og verjandi. Settur ríkisendurskoðandi ,,ad hoc" hefur sent mál Lindarhvols til ríkissaksóknara sem áframsendi það héraðssaksóknara. Lengi vel stóð Viðskiptablaðið í baráttu fyrir að greinargerðin yrði birt. Nú er engu líkara en að Ragnar Reykás hafi tekið að ritstjórn sér á miðlinum því eftir birtingu greinargerðarinnar líkir einn greinarhöfundur á vefmiðli VB þeim sem harðast börðust fyrir birtingu hennar við "vingla og vindbelgi" . Skemmtileg kveðja til samstarfsmanna (?) en nauðsyn brýtur lög þegar Valhöll hóstar. Viðbrögð sitjandi ríkisendurskoðanda við greinargerðinni eru með miklum ólíkindum og reyndar óendanlega dapurleg. Það er verulega sorglegt þegar embættismaður stígur fram og opinberar þekkingarleysi sitt á stöðu sinni og embættis síns og á stjórnsýslunni í heild líkt og ríkisendurskoðandi gerði í viðtali á Sprengisandi á dögunum. Annar möguleiki en engu betri er auðvitað sá að ríkisendurskoðandi tali gegn betri vitund. Á Sprengisandi,sem merkilegt nokk fyrir útvarpsþátt, var settur upp þannig að tveir einstaklingar töluðu þann þriðja niður fjarstaddan. Þar lét ríkisendurskoðandi móðan mása um hliðsettan embættismann nefnilega settan ríkisendurskoðanda ,,ad hoc" SÞ. Núverandi ríkisendurskoðandi virðist enga grein gera sér fyrir stöðu SÞ sem setts ríkisendurskoðanda. Hann fellur í þá gryfju, sem fleiri hafa gert, að líta á SÞ sem n.k. verktaka eða húskarl sem er fjarri öllu lagi. Þess vegna var það ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að ákvarða starfslok SÞ heldur þess sem setti hann, nefnilega forseta Alþingis. Það ber einnig vitni um sérstaka fávísi þegar ríkisendurskoðandi segir að SÞ og verk hans hafi verið flautuð af árið 2018. Það er Alþingi sem ákveður verklok allra verkefna ríkisendurskoðunar með afgreiðslu oftast stjórnskipulags – og eftirlitsnefndar. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að núverandi ríkisendurskoðandi fái tækifæri til að viðra vankunnáttu sína fyrir þeirri nefnd um verk SÞ. Síðan bítur ríkisendurskoðandi höfuðið af skömminni með því að saka SÞ um dylgjur og segja hann hafa farið út fyrir verksvið sitt. Hann kallar einnig greinargerð SÞ setts ríkisendurskoðanda marklaust plagg. Afsakið en samkvæmt þessu veit maðurinn ekkert í sinn haus um bókhald, um verksvið ríkisendurskoðanda og um endurskoðun. Við munum lifa löng sex ár með fákunnandi ríkisendurskoðanda í embætti. Alþingi í hvers umboði ríkisendurskoðandi situr hlýtur að íhuga þá stöðu sem núrverandi ríkisendurskoðandi hefur sett embættið og stofnunina í. Lengi framanaf höfðu þingmenn Samfylkingarinnar takmarkaðan áhuga á málefnum Lindarhvols og fulltrúa þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiddist mjög þegar málefni félagsins voru til meðferðar í nefndinni. Þegar kastljós fjölmiðla skein nokkuð skært á málið fyrr á árinu þustu þingmenn Sf fram og reyndu að gera sig gildandi. Nú þegar kastljósið er nokkru daufara fer ekkert fyrir þessum þingmönnum í umræðunni. Það er áhyggjuefni þegar forysta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í höndum Samfylkingar. Vonandi stendur hún sína pligt því nú reynir á fyrir alvöru. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun