„Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 12:20 Þrátt fyrir tíðindi af landrisi við Torfajökull spáir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur því að Askja verði á undan. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira