Hitti Þróttara sem voru að kafna úr gleði yfir Elínu Mettu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 10:01 Elín Metta Jensen fagnar hér einu af sextán mörkum sínum fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Elín Metta Jensen kom mörgum á óvart þegar hún setti fótboltaskóna á hilluna í fyrrahaust, þá aðeins 27 ára gömul. Það fagna því margir því að sjá eina af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar kvenna á Íslandi snúa aftur inn á völlinn. Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira