Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 08:44 Garðbæingar voru sólgnir í Domino's-pizzu eins og aðrir. Vísir/Nanna Guðrún Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, segir í samtali við Vísi að enn sé verið að taka saman endanlegar tölur um söluna í gær en að áætlað sé að rúmlega 25 þúsund pítsur hafi verið seldar. Þá segir hann að gærdagurinn hafi verið sá stærsti frá upphafi, jafnt í fjölda pantana og fjölda pizza. Magnið sé einsdæmi á þrjátíu árum. Aðspurður um hvaða pítsur hafi verið vinsælastar í gær segir Magnús að það hafi verið mjög blandað en að útlit sé fyrir að Domino's Extra og Domino's Pepperoni hafi verið vinsælastar. Boðið var upp á átta pítsur sem voru á upprunalegum matseðli Domino's þegar opnaði 16. ágúst árið 1993. Einhverjar vörur verði ekki fáanlegar Magnús segist harma langa bið og þá staðreynd að allir hafi ekki náð að panta sér pizzu. Hins vegar hafi Domino's einfaldlega orðið uppiskroppa með deig og því ekki getað selt fleiri pizzur. Einnig segir hann að vegna mikillar eftirspurnar í gær megi reikna með að einhverjar vörur verði ekki fáanlegar í dag. Þá kemur fram að í næstu viku muni Domino's halda áfram að fagna afmælinu með sérstakri afmælis-Megaviku þar sem bryddað verður upp á ýmsu óhefðbundnu í tilefni afmælisins. Í fréttatilkynningu frá Domino's segir að reikna megi með því að um það bil fjórði hver landsmaður hafi gætt sér á pizzu frá Domino's í gær. Það er býsna erfitt að sannreyna slíkar yfirlýsingar, sérstaklega þegar sölutölur liggja ekki fyrir. En það hafa greinilega margir gætt sér á Domino's-pizzu í gær. Matur Veitingastaðir Mest lesið Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, segir í samtali við Vísi að enn sé verið að taka saman endanlegar tölur um söluna í gær en að áætlað sé að rúmlega 25 þúsund pítsur hafi verið seldar. Þá segir hann að gærdagurinn hafi verið sá stærsti frá upphafi, jafnt í fjölda pantana og fjölda pizza. Magnið sé einsdæmi á þrjátíu árum. Aðspurður um hvaða pítsur hafi verið vinsælastar í gær segir Magnús að það hafi verið mjög blandað en að útlit sé fyrir að Domino's Extra og Domino's Pepperoni hafi verið vinsælastar. Boðið var upp á átta pítsur sem voru á upprunalegum matseðli Domino's þegar opnaði 16. ágúst árið 1993. Einhverjar vörur verði ekki fáanlegar Magnús segist harma langa bið og þá staðreynd að allir hafi ekki náð að panta sér pizzu. Hins vegar hafi Domino's einfaldlega orðið uppiskroppa með deig og því ekki getað selt fleiri pizzur. Einnig segir hann að vegna mikillar eftirspurnar í gær megi reikna með að einhverjar vörur verði ekki fáanlegar í dag. Þá kemur fram að í næstu viku muni Domino's halda áfram að fagna afmælinu með sérstakri afmælis-Megaviku þar sem bryddað verður upp á ýmsu óhefðbundnu í tilefni afmælisins. Í fréttatilkynningu frá Domino's segir að reikna megi með því að um það bil fjórði hver landsmaður hafi gætt sér á pizzu frá Domino's í gær. Það er býsna erfitt að sannreyna slíkar yfirlýsingar, sérstaklega þegar sölutölur liggja ekki fyrir. En það hafa greinilega margir gætt sér á Domino's-pizzu í gær.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira