Chelsea horfir til Bandaríkjanna og gæti slegið enn eitt félagsskiptametið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2023 11:01 Djordje Petrovic er talinn líklegt skotmark Chelsea áður en félagsskiptaglugginn lokar. Fred Kfoury III/Icon Sportswire via Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum undanfarin misseri og félagið hefur eytt hundruð milljónum punda. Nú horfir félagið til Bandaríkjanna í leit að markverði. Chelsea er að skoða markmannsmálin eftir að Edouard Mendy var seldur til Sádi-Arabíu og Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Real Madrid á láni. Lundúnaliðið fékk Robert Sanchez frá Brighton, en Mauricio Pochettino, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður vilja bæta öðrum markverði við áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar. Forráðamenn Chelsea eru því sagðir horfa til Bandaríkjanna á Djordje Petrovic, markvörð New England Revolution. Það er The Daily Express sem greinir frá áhuga Chelsea á þessum 23 ára landsliðsmarkverði Serbíu. Þar segir að það myndi kosta Chelsea 24 milljónir punda [fjóra milljarða króna] að kaupa Petrovic sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni frá upphafi. What’s your thoughts on Chelsea being linked to goalkeeper Djordje Petrovic? pic.twitter.com/sAOuhJKkMA— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) August 16, 2023 Miguel Almiron varð árið 2019 dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni þegar hann var keyptur til Newcastle frá Atlanta United á 20,5 milljónir punda. Petrovic er samningsbundinn New England Revolution til ársins 2025 og samningur hans felur í sér möguleika á eins árs framlengingu. Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári til að fylla í skarð Matt Turner sem gekk í raðir Arsenal og hefur leikið 48 leiki í MLS-deildinni þar sem hann hefur 15 sinnum haldið hreinu. Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Chelsea er að skoða markmannsmálin eftir að Edouard Mendy var seldur til Sádi-Arabíu og Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Real Madrid á láni. Lundúnaliðið fékk Robert Sanchez frá Brighton, en Mauricio Pochettino, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður vilja bæta öðrum markverði við áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar. Forráðamenn Chelsea eru því sagðir horfa til Bandaríkjanna á Djordje Petrovic, markvörð New England Revolution. Það er The Daily Express sem greinir frá áhuga Chelsea á þessum 23 ára landsliðsmarkverði Serbíu. Þar segir að það myndi kosta Chelsea 24 milljónir punda [fjóra milljarða króna] að kaupa Petrovic sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni frá upphafi. What’s your thoughts on Chelsea being linked to goalkeeper Djordje Petrovic? pic.twitter.com/sAOuhJKkMA— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) August 16, 2023 Miguel Almiron varð árið 2019 dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni þegar hann var keyptur til Newcastle frá Atlanta United á 20,5 milljónir punda. Petrovic er samningsbundinn New England Revolution til ársins 2025 og samningur hans felur í sér möguleika á eins árs framlengingu. Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári til að fylla í skarð Matt Turner sem gekk í raðir Arsenal og hefur leikið 48 leiki í MLS-deildinni þar sem hann hefur 15 sinnum haldið hreinu.
Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira