„Ég hef áhyggjur, miklar áhyggjur af þessari þróun“ Aron Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2023 14:30 Arteta og Jurren Timber á æfingasvæði Arsenal Vísir/Getty Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur miklar áhyggjur af stöðu mála hjá atvinnumönnum í boltanum en upp á síðkastið hefur það verið áberandi hversu mörg stór nöfn í knattspyrnuheiminum hafa verið að heltast úr lestinni vegna meiðsla. Nú hefur verið staðfest að Jurrien Timber, nýr leikmaður Arsenal, verði lengi frá eftir að hann sleit krossband í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik gegn Nottingham Forest. Auk Timber er hægt að nefna nýleg meiðsli Kevin De Bruyne, Tyrone Mings og Christopher Nkunku og var Arteta spurður út í þessa þróun á blaðamannafundi í dag. „Við getum líka bent á Emiliano Buendioa, Thibaut Courtois og Eder Militao. Það er eitthvað að eiga sér stað þarna. Leikir og æfingaferðir hafa ávallt verið hluti af álaginu hjá leikmönnum en nú bættist heimsmeistaramótið í desember við, plús hitt, plús þetta og plús aðrir landsleikir. Þetta er bara of mikið fyrir þessa leikmenn.“ Verið sé að krefjast of mikils af atvinnumönnum. „Ef við horfum á næstu 36 mánuði hjá þessum leikjum þá er í raun bara best að vera ekkert að horfa á þá. Álagið framundan er ótrúlegt.“ Hann er ekki með svörin við því hvað þarf að eiga sér stað svo hægt sé að beina þróuninni í þessum efnum í rétta átt. „Það er of seint í tilfelli næstu 36 mánaða. Ég veit ekki hver þarf að hafa hátt og vekja athygli á þessu svo eitthvað sé gert en ég hef áhyggjur, miklar áhyggjur af þessari þróun.“ Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Nú hefur verið staðfest að Jurrien Timber, nýr leikmaður Arsenal, verði lengi frá eftir að hann sleit krossband í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik gegn Nottingham Forest. Auk Timber er hægt að nefna nýleg meiðsli Kevin De Bruyne, Tyrone Mings og Christopher Nkunku og var Arteta spurður út í þessa þróun á blaðamannafundi í dag. „Við getum líka bent á Emiliano Buendioa, Thibaut Courtois og Eder Militao. Það er eitthvað að eiga sér stað þarna. Leikir og æfingaferðir hafa ávallt verið hluti af álaginu hjá leikmönnum en nú bættist heimsmeistaramótið í desember við, plús hitt, plús þetta og plús aðrir landsleikir. Þetta er bara of mikið fyrir þessa leikmenn.“ Verið sé að krefjast of mikils af atvinnumönnum. „Ef við horfum á næstu 36 mánuði hjá þessum leikjum þá er í raun bara best að vera ekkert að horfa á þá. Álagið framundan er ótrúlegt.“ Hann er ekki með svörin við því hvað þarf að eiga sér stað svo hægt sé að beina þróuninni í þessum efnum í rétta átt. „Það er of seint í tilfelli næstu 36 mánaða. Ég veit ekki hver þarf að hafa hátt og vekja athygli á þessu svo eitthvað sé gert en ég hef áhyggjur, miklar áhyggjur af þessari þróun.“
Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira