Menntafléttan - aðgengileg starfsþróun fyrir kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 13:31 Í næstu viku hefst kennsla í flestum grunn- og framhaldsskólum, og í leikskólum hafa elstu börnin verið kvödd og nýir leikskólanemar stíga sín fyrstu skref í fjölbreyttu skólastarfi. Fátt er mikilvægara en sá grunnur sem lagður er að menntun og farsæld barna og ungmenna í skólum landsins, og á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Árið 2019 ákvað Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, að fjárfesta í fagþróun kennara og fagfólks í menntakerfinu. Hún setti á laggirnar Menntafléttuna, opna og aðgengilega starfsþróun á landsvísu, í samvinnu við Kennarasamband Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Menntafléttan er nú að hefja sitt þriðja starfsár, og stendur kennurum og fagfólki úr skóla- og frístundastarfi til boða að taka þátt í opnum og aðgengilegum vefnámskeiðum, víkka út tengslanet sitt og nýta menntarannsóknir og jafningjastuðning til að efla eigið starf. Starfsþróun byggð á rannsóknum Námskeið Menntafléttunnar fylgja hugmyndafræði leiðtoganáms og þróun námssamfélags og taka mið af rannsóknum á því hvernig starfsþróun getur best stutt við kennara í starfi. Hugmyndafræði leiðtoganáms gengur í stuttu máli út á það að þátttakendur á námskeiðunum, kallaðir leiðtogar, vinna með viðfangsefni námskeiðanna í námssamfélagi í eigin skóla, með samkennurum eða samstarfsfólki. Hvert námskeið er búið til í samvinnu fræðafólks og fagfólks og byggir á nýjustu þekkingu á viðfangsefninu. Námsefnið er allt aðgengilegt á neti, m.a. stuttar greinar og myndbönd, en áhersla er á gagnvirk samtöl milli sérfræðinga og þátttakenda. Hagnýt netnámskeið óháð staðsetningu Á hverju Menntafléttunámskeiði er lögð áhersla á að flétta viðfangsefnið saman við daglegt starf þátttakenda. Raunar er lagt upp með að þátttakendur velji námskeið sem tengist því sem er í deiglunni í viðkomandi skóla eða menntastofnun. Á námskeiðunum eru kynnt til sögunnar verkfæri og kveikjur sem tengjast því að styðja við þróun námssamfélags og verkfæri tengd viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðin ná yfir skólaárið og byggja yfirleitt á fjórum til sex lotum, sem alla jafna fara fram á neti og henta því landsbyggð einkar vel. Námssamfélag og efling menntunarEinn af rauðu þráðum Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög, bæði innan hvers námskeiðs en ekki síður á vinnustöðum þátttakenda. Gert er ráð fyrir að leiðtoginn nýti efnivið námskeiðs inn í þverfaglegt samstarf á sínum vinnustað og leiði þannig fag- og skólaþróun. Á námskeiðum Menntafléttu verður einnig til vettvangur til samtals milli leiðtoga þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Eitt af höfuðmarkmiðum Menntafléttu er efling menntunar og að valdefla kennara, skólastjórnendur og fagfólk um allt land í þágu náms og þroska nemenda.Skráning stendur yfir – taktu þátt!Opnuð hefur verið ný vefsíða, menntaflettan.is. Á henni má finna yfirlit yfir öll námskeið, bæði ný námskeið en einnig vinsæl námskeið sem eru aftur í boði. Meðal annars er fjallað um: fjölbreytileika og farsæld í skólastarfi – fjölmenning og fjöltyngi – talna- og aðgerðaskilning- bókmenntir, samþættingu og skapandi skil – kennarann sem rannsakanda – og margt fleira. Nýjung er hin svokallaða Opna Menntaflétta sem hefst í september, en það eru námskeið sem fagfólk getur tekið sjálft og með samstarfsfólki, á eigin hraða og forsendum hvers skóla. Vonandi er Menntafléttan komin til að vera, en fjármögnun tryggir starfsemi út komandi skólaár. Ég hvet því skólastjórnendur, kennara og fagfólk á sviði menntunar til að kynna sér framboðið og nýta námskeið Menntafléttunnar á því skólaári sem nú er að hefjast.Höfundur er formaður stýrihóps Menntafléttu og forseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku hefst kennsla í flestum grunn- og framhaldsskólum, og í leikskólum hafa elstu börnin verið kvödd og nýir leikskólanemar stíga sín fyrstu skref í fjölbreyttu skólastarfi. Fátt er mikilvægara en sá grunnur sem lagður er að menntun og farsæld barna og ungmenna í skólum landsins, og á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Árið 2019 ákvað Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, að fjárfesta í fagþróun kennara og fagfólks í menntakerfinu. Hún setti á laggirnar Menntafléttuna, opna og aðgengilega starfsþróun á landsvísu, í samvinnu við Kennarasamband Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Menntafléttan er nú að hefja sitt þriðja starfsár, og stendur kennurum og fagfólki úr skóla- og frístundastarfi til boða að taka þátt í opnum og aðgengilegum vefnámskeiðum, víkka út tengslanet sitt og nýta menntarannsóknir og jafningjastuðning til að efla eigið starf. Starfsþróun byggð á rannsóknum Námskeið Menntafléttunnar fylgja hugmyndafræði leiðtoganáms og þróun námssamfélags og taka mið af rannsóknum á því hvernig starfsþróun getur best stutt við kennara í starfi. Hugmyndafræði leiðtoganáms gengur í stuttu máli út á það að þátttakendur á námskeiðunum, kallaðir leiðtogar, vinna með viðfangsefni námskeiðanna í námssamfélagi í eigin skóla, með samkennurum eða samstarfsfólki. Hvert námskeið er búið til í samvinnu fræðafólks og fagfólks og byggir á nýjustu þekkingu á viðfangsefninu. Námsefnið er allt aðgengilegt á neti, m.a. stuttar greinar og myndbönd, en áhersla er á gagnvirk samtöl milli sérfræðinga og þátttakenda. Hagnýt netnámskeið óháð staðsetningu Á hverju Menntafléttunámskeiði er lögð áhersla á að flétta viðfangsefnið saman við daglegt starf þátttakenda. Raunar er lagt upp með að þátttakendur velji námskeið sem tengist því sem er í deiglunni í viðkomandi skóla eða menntastofnun. Á námskeiðunum eru kynnt til sögunnar verkfæri og kveikjur sem tengjast því að styðja við þróun námssamfélags og verkfæri tengd viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðin ná yfir skólaárið og byggja yfirleitt á fjórum til sex lotum, sem alla jafna fara fram á neti og henta því landsbyggð einkar vel. Námssamfélag og efling menntunarEinn af rauðu þráðum Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög, bæði innan hvers námskeiðs en ekki síður á vinnustöðum þátttakenda. Gert er ráð fyrir að leiðtoginn nýti efnivið námskeiðs inn í þverfaglegt samstarf á sínum vinnustað og leiði þannig fag- og skólaþróun. Á námskeiðum Menntafléttu verður einnig til vettvangur til samtals milli leiðtoga þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Eitt af höfuðmarkmiðum Menntafléttu er efling menntunar og að valdefla kennara, skólastjórnendur og fagfólk um allt land í þágu náms og þroska nemenda.Skráning stendur yfir – taktu þátt!Opnuð hefur verið ný vefsíða, menntaflettan.is. Á henni má finna yfirlit yfir öll námskeið, bæði ný námskeið en einnig vinsæl námskeið sem eru aftur í boði. Meðal annars er fjallað um: fjölbreytileika og farsæld í skólastarfi – fjölmenning og fjöltyngi – talna- og aðgerðaskilning- bókmenntir, samþættingu og skapandi skil – kennarann sem rannsakanda – og margt fleira. Nýjung er hin svokallaða Opna Menntaflétta sem hefst í september, en það eru námskeið sem fagfólk getur tekið sjálft og með samstarfsfólki, á eigin hraða og forsendum hvers skóla. Vonandi er Menntafléttan komin til að vera, en fjármögnun tryggir starfsemi út komandi skólaár. Ég hvet því skólastjórnendur, kennara og fagfólk á sviði menntunar til að kynna sér framboðið og nýta námskeið Menntafléttunnar á því skólaári sem nú er að hefjast.Höfundur er formaður stýrihóps Menntafléttu og forseti Menntavísindasviðs.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun