Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Kristinn Haukur Guðnason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 21:00 Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft flaggað hættunni í aðflugi vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. „Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
„Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira