Samstilltir strengir innan samfélagsins - Mikilvægi tónlistarnáms í gegnum kynslóðir og þvert á aldur Helga Margrét Clarke skrifar 18. ágúst 2023 10:31 Oft er vísað til tónlistar sem alheimstungumáls. Tónlist hefur þann ótrúlega hæfileika að hún spyr ekki um aldur og gengur þvert á menningarlegar hindranir og landamæri. Áhrif tónlistar ná langt út fyrir eingöngu skemmtanagildið, tónlist auðgar lífið, hefur sameiningarkraft og eflir samfélagsvitund svo ekki sé talað um hagrænan ávinning. Ávinningur tónlistar og tónlistarnáms er óumdeilanlegur. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu og breytinga á greiðsluþátttöku stjórnvalda í tónlistarnámi fullorðinna finn ég mig knúna til að setja nokkur orð niður á blað. Hvernig væri lífið án tónlistar? Ég hugsa að flestir séu sammála því að án tónlistar þá væri heimurinn ekki sá sami. Þó ekki nema brot af mannkyninu starfi við tónlist þá spilar tónlist samt sem áður stóran þátt í lífi okkar flestra. Án tónlistar þá væri furðulegt að fara út að skemmta sér, við myndum ekki syngja, færum ekki á tónleika, hljóðheimur kvikmynda væri mjög frábrugðinn því sem við þekkjum, engin tónlist í kirkjutengdum athöfnum og svo mætti lengi telja. Ávinningur tónlistar og tónlistarnáms Tónlistarnám hefur ekki eingöngu það hlutverk að auka færni einstaklinga til að spila á hljóðfæri eða nota söngröddina sína, tónlistarnám nærir sköpunargáfu, eykur vitsmunaþroska, tjáningu og samvinnu til að nefna aðeins brotabrot af þeim jákvæðu áhrifum sem tónlist og tónlistarnám hefur. Ávinninginn sem fæst af tónlistarnámi má auðveldlega yfirfæra á önnur svið og hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að tónlistarnám hefur jákvæð áhrif á námsgetu á öðrum sviðum. Tónlistarnám fyrir börn er mikið rannsakað efni, tónlist örvar heilavöxt, hefur jákvæð áhrif á þróun vitsmuna-, tilfinninga- og félagsþroska. Tónlistarnám eykur minni og ýtir undir þróun ýmissar færni, s.s. lausnamiðaðrar hugsunar. En ávinningurinn er ekki eingöngu bundinn börnum. Ávinningur fyrir fullorðna er einnig mikill. Einn mest rannsakaði þátturinn eru mótverkandi áhrif tónlistar á streitu, en streita er í dag einn helsti orsakavaldur kulnunar og örmögnunar með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Fyrir aldraða hafa rannsóknir sýnt fram á að tónlistarnám og/eða tónlistarmeðferð geti unnið gegn einangrunartilfinningu, aukið vitræna virkni sem og stuðlað að auknum lífsgæðum. Tónlistarnám – Fyrir öll? Nýlegasta útspil stjórnvalda er hrein og klár mismunun á svo margan hátt. Með því að setja þessi nýju viðmið mótframlagsins út frá aldri þá sitjum við ekki öll við sama borð. Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að eldra fólk ætti að öllum líkindum að hafa efni á að greiða fyrir sitt nám án aðkomu stjórnvalda í formi mótframlags EN þetta er ekki svona einfalt! Ekki öll börn fæðast inn í fjölskyldu þar sem tónlistarnám er hreinlega í boði, námið er mögulega ekki álitið góður kostur, ekki alltaf fjárhagslegt svigrúm til að greiða fyrir nám sem gerir það að verkum að þessir einstaklingar hafa ekki sömu tækifæri og aðrir á meðan þeir falla innan þessara aldursviðmiða mótframlags. Eins er hreinlega ekki tónlistarnám í boði innan allra byggðarlaga og þeir einstaklingar hafa því ekki einu sinni kost á að hefja sitt nám snemma á lífsleiðinni. Dæmi eru líka um að börn stundi tónlistarnám snemma á lífsleiðinni en taki síðan hlé vegna annars náms (Menntaskóla, Háskóla) en hafi áhuga á að taka upp þráðinn seinna meir, ef þau falla þá utan aldursviðmiða er það ansi mikil hindrun fyrir að klára námið. Ekki má gleyma því að í einhverjum tilfellum eru einstaklingar sem þurfa að taka hlé á sínu tónlistarnámi eða fresta námi vegna barneigna, sérstaklega þegar fólk eignast börn snemma, langoftast konur. Þessir einstaklingar hafa oft á tíðum ekki fjárhagslegan stöðugleika og/eða svigrúm til að stunda tónlistarnám á meðan börnin eru lítil. Varðandi söngnám þá er líka mikilvægt að taka fram að raddir, þá sérstaklega karlaraddir þroskast oft ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni, jafnvel ekki fyrr en á þrítugs- eða fertugsaldri. Ætlum við að útiloka þann hóp? Ekki allir ná sínu „peak“ fyrir 26 ára aldur, sem dæmi þá urðu eftirfarandi tónlistarmenn ekki frægir fyrr en eftir fertugt: Willie Nelson, Bonnie Raitt, Thelonius Monk, Sia og Louis Armstrong… Tónlist treystir stoðir samfélaga Samfélög þrífast best þegar tengsl myndast í gegnum sameiginlega reynslu. Tónlist hefur þann einstaka hæfileika að skapa slík tengsl, hún sameinar fólk og ýtir undir tilfinningu fyrir samheldni og því að tilheyra. Tónlist gegnir einnig lykilhlutverki í menningarlegri varðveislu og hjálpar samfélögum að viðhalda og fagna arfleifð sinni. Tónlist er hluti af hagkerfinu Öflugt vistkerfi tónlistarnáms getur stuðlað að öflugu menningar- og efnahagslegu landslagi. Það hlúir að þróun listamanna, flytjenda og kennara í framtíðinni, skapar hringrás hæfileika sem styður staðbundinn og alþjóðlegan tónlistariðnað. Tónleikar, sýningar og tónlistartengdir viðburðir laða einnig að ferðaþjónustu, eflir staðbundið hagkerfi og stuðlar að menningarskiptum. Fyrir nokkrum árum var talsverð vinna lögð í kortlagningu skapandi greina, m.a. var gerð rannsókn á hagrænum áhrifum þeirra út frá gögnum Fjársýslu ríkisins, Hagstofu Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem leiddi í ljós að árleg velta greinanna (ath. skapandi greinar í heild, ekki eingöngu tónlist) nemur um 190 milljörðum króna og að þær skapa um 10.000 störf. Að auki má nefna að virðisaukaskattskyld velta tengd skapandi greinum er meiri en t.d. byggingariðnaðurinn skilar og er á pari við álframleiðsluna! Þessi peningur fer sem sagt beint inn í hagkerfið. Styrkir sveitarfélaga og ríkisins til tónlistarnáms eru fjárfesting til nútíðar og framtíðar samfélagsins. Með því að styðja tónlistarnám eru stjórnvöld að styrkja einstaklinga til að þróa mikilvæga færni sem nær út fyrir tónlistina sjálfa. Þessi fjárfesting skilar arði í formi menningarlega auðgaðs og efnahagslega lifandi samfélags. Lokaorð Tónlistin er afl sem sameinar fólk, fer yfir landamæri og auðgar líf þvert á aldur. Tónlistarnám stuðlar ekki aðeins að skapandi tjáningu og vitsmunalegum vexti heldur stuðlar einnig að einingu samfélagsins og styður andlega og tilfinningalega vellíðan samfélagsins í heild. Stjórnvöld gegna lykilhlutverki í að tryggja aðgang að tónlistarnámi fyrir öll og þurfa að gera sér grein fyrir djúpstæðum áhrifum þess á einstaklinga og samfélagið í heild. Með því að fjárfesta í tónlistarnámi þvert á aldur fjárfesta stjórnvöld í samfelldri framtíð þar sem umbreytandi kraftur tónlistar heldur áfram að dafna og auðga lífið og hagkerfið. Höfundur er fulltrúi eldri nemenda í tónlistarnámi, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur og söngnemandi í Tónlistarskóla FÍH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Oft er vísað til tónlistar sem alheimstungumáls. Tónlist hefur þann ótrúlega hæfileika að hún spyr ekki um aldur og gengur þvert á menningarlegar hindranir og landamæri. Áhrif tónlistar ná langt út fyrir eingöngu skemmtanagildið, tónlist auðgar lífið, hefur sameiningarkraft og eflir samfélagsvitund svo ekki sé talað um hagrænan ávinning. Ávinningur tónlistar og tónlistarnáms er óumdeilanlegur. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu og breytinga á greiðsluþátttöku stjórnvalda í tónlistarnámi fullorðinna finn ég mig knúna til að setja nokkur orð niður á blað. Hvernig væri lífið án tónlistar? Ég hugsa að flestir séu sammála því að án tónlistar þá væri heimurinn ekki sá sami. Þó ekki nema brot af mannkyninu starfi við tónlist þá spilar tónlist samt sem áður stóran þátt í lífi okkar flestra. Án tónlistar þá væri furðulegt að fara út að skemmta sér, við myndum ekki syngja, færum ekki á tónleika, hljóðheimur kvikmynda væri mjög frábrugðinn því sem við þekkjum, engin tónlist í kirkjutengdum athöfnum og svo mætti lengi telja. Ávinningur tónlistar og tónlistarnáms Tónlistarnám hefur ekki eingöngu það hlutverk að auka færni einstaklinga til að spila á hljóðfæri eða nota söngröddina sína, tónlistarnám nærir sköpunargáfu, eykur vitsmunaþroska, tjáningu og samvinnu til að nefna aðeins brotabrot af þeim jákvæðu áhrifum sem tónlist og tónlistarnám hefur. Ávinninginn sem fæst af tónlistarnámi má auðveldlega yfirfæra á önnur svið og hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að tónlistarnám hefur jákvæð áhrif á námsgetu á öðrum sviðum. Tónlistarnám fyrir börn er mikið rannsakað efni, tónlist örvar heilavöxt, hefur jákvæð áhrif á þróun vitsmuna-, tilfinninga- og félagsþroska. Tónlistarnám eykur minni og ýtir undir þróun ýmissar færni, s.s. lausnamiðaðrar hugsunar. En ávinningurinn er ekki eingöngu bundinn börnum. Ávinningur fyrir fullorðna er einnig mikill. Einn mest rannsakaði þátturinn eru mótverkandi áhrif tónlistar á streitu, en streita er í dag einn helsti orsakavaldur kulnunar og örmögnunar með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Fyrir aldraða hafa rannsóknir sýnt fram á að tónlistarnám og/eða tónlistarmeðferð geti unnið gegn einangrunartilfinningu, aukið vitræna virkni sem og stuðlað að auknum lífsgæðum. Tónlistarnám – Fyrir öll? Nýlegasta útspil stjórnvalda er hrein og klár mismunun á svo margan hátt. Með því að setja þessi nýju viðmið mótframlagsins út frá aldri þá sitjum við ekki öll við sama borð. Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að eldra fólk ætti að öllum líkindum að hafa efni á að greiða fyrir sitt nám án aðkomu stjórnvalda í formi mótframlags EN þetta er ekki svona einfalt! Ekki öll börn fæðast inn í fjölskyldu þar sem tónlistarnám er hreinlega í boði, námið er mögulega ekki álitið góður kostur, ekki alltaf fjárhagslegt svigrúm til að greiða fyrir nám sem gerir það að verkum að þessir einstaklingar hafa ekki sömu tækifæri og aðrir á meðan þeir falla innan þessara aldursviðmiða mótframlags. Eins er hreinlega ekki tónlistarnám í boði innan allra byggðarlaga og þeir einstaklingar hafa því ekki einu sinni kost á að hefja sitt nám snemma á lífsleiðinni. Dæmi eru líka um að börn stundi tónlistarnám snemma á lífsleiðinni en taki síðan hlé vegna annars náms (Menntaskóla, Háskóla) en hafi áhuga á að taka upp þráðinn seinna meir, ef þau falla þá utan aldursviðmiða er það ansi mikil hindrun fyrir að klára námið. Ekki má gleyma því að í einhverjum tilfellum eru einstaklingar sem þurfa að taka hlé á sínu tónlistarnámi eða fresta námi vegna barneigna, sérstaklega þegar fólk eignast börn snemma, langoftast konur. Þessir einstaklingar hafa oft á tíðum ekki fjárhagslegan stöðugleika og/eða svigrúm til að stunda tónlistarnám á meðan börnin eru lítil. Varðandi söngnám þá er líka mikilvægt að taka fram að raddir, þá sérstaklega karlaraddir þroskast oft ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni, jafnvel ekki fyrr en á þrítugs- eða fertugsaldri. Ætlum við að útiloka þann hóp? Ekki allir ná sínu „peak“ fyrir 26 ára aldur, sem dæmi þá urðu eftirfarandi tónlistarmenn ekki frægir fyrr en eftir fertugt: Willie Nelson, Bonnie Raitt, Thelonius Monk, Sia og Louis Armstrong… Tónlist treystir stoðir samfélaga Samfélög þrífast best þegar tengsl myndast í gegnum sameiginlega reynslu. Tónlist hefur þann einstaka hæfileika að skapa slík tengsl, hún sameinar fólk og ýtir undir tilfinningu fyrir samheldni og því að tilheyra. Tónlist gegnir einnig lykilhlutverki í menningarlegri varðveislu og hjálpar samfélögum að viðhalda og fagna arfleifð sinni. Tónlist er hluti af hagkerfinu Öflugt vistkerfi tónlistarnáms getur stuðlað að öflugu menningar- og efnahagslegu landslagi. Það hlúir að þróun listamanna, flytjenda og kennara í framtíðinni, skapar hringrás hæfileika sem styður staðbundinn og alþjóðlegan tónlistariðnað. Tónleikar, sýningar og tónlistartengdir viðburðir laða einnig að ferðaþjónustu, eflir staðbundið hagkerfi og stuðlar að menningarskiptum. Fyrir nokkrum árum var talsverð vinna lögð í kortlagningu skapandi greina, m.a. var gerð rannsókn á hagrænum áhrifum þeirra út frá gögnum Fjársýslu ríkisins, Hagstofu Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem leiddi í ljós að árleg velta greinanna (ath. skapandi greinar í heild, ekki eingöngu tónlist) nemur um 190 milljörðum króna og að þær skapa um 10.000 störf. Að auki má nefna að virðisaukaskattskyld velta tengd skapandi greinum er meiri en t.d. byggingariðnaðurinn skilar og er á pari við álframleiðsluna! Þessi peningur fer sem sagt beint inn í hagkerfið. Styrkir sveitarfélaga og ríkisins til tónlistarnáms eru fjárfesting til nútíðar og framtíðar samfélagsins. Með því að styðja tónlistarnám eru stjórnvöld að styrkja einstaklinga til að þróa mikilvæga færni sem nær út fyrir tónlistina sjálfa. Þessi fjárfesting skilar arði í formi menningarlega auðgaðs og efnahagslega lifandi samfélags. Lokaorð Tónlistin er afl sem sameinar fólk, fer yfir landamæri og auðgar líf þvert á aldur. Tónlistarnám stuðlar ekki aðeins að skapandi tjáningu og vitsmunalegum vexti heldur stuðlar einnig að einingu samfélagsins og styður andlega og tilfinningalega vellíðan samfélagsins í heild. Stjórnvöld gegna lykilhlutverki í að tryggja aðgang að tónlistarnámi fyrir öll og þurfa að gera sér grein fyrir djúpstæðum áhrifum þess á einstaklinga og samfélagið í heild. Með því að fjárfesta í tónlistarnámi þvert á aldur fjárfesta stjórnvöld í samfelldri framtíð þar sem umbreytandi kraftur tónlistar heldur áfram að dafna og auðga lífið og hagkerfið. Höfundur er fulltrúi eldri nemenda í tónlistarnámi, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur og söngnemandi í Tónlistarskóla FÍH.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar