Kindur vilja ekki leika við hunda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 18. ágúst 2023 17:00 En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun