„Við höfum áhyggjur af krökkunum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 16:45 Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hvetur fólk til að fara varlega á morgun en njóta alls sem Menningarnótt býður upp á, dagurinn verði stórkostlegur. Vísir/Arnar Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. „Þetta er nú eiginlega allt hefðbundið þannig lagað. Þetta er tuttugasta og áttunda hátíðin, þannig að okkar verklag snýst næstum um að skipta um dagsetningu, ár og nöfnin á þeim lögreglumönnum sem mæta,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, spurður um viðbúnað lögreglu á menningarnótt. „En fyrir það fyrsta þá er það þessi lokun í miðbænum. Það er engin að fara á neinum ökutækjum inn fyrir lokanir þannig að fólk ætti að vera öruggt í miðbænum,“ segir Skúli. Hann minnir að Strætó verður með skutlþjónustu frá Laugardalnum upp á Skólavörðuholt og hvetur gesti til að nýta sér hana. „Svo verður fólk bara að finna stæði, það er nóg af þeim í útjaðrinum öllum, þó það þurfi að labba kílómeter eða tvo, það skemmir ekki neitt. Eða koma á reiðhjólum.“ Tími fjölskyldunnar Menningarnótt er stærsti dagur ársins hjá lögreglunni en Skúli segir að það verði nóg af lögregluþjónum í miðbænum á morgun til taks. „Við höfum áhyggjur af krökkunum. Það er alltaf þessi tími núna frá grunnskóla og yfir í menntaskóla, þar sem þau einhvernvegin sleppa sér.“ Skúli minnir á að útivistarreglur gildi á morgun líkt og aðra daga. „Og mín skilaboð til krakkanna eru að þau að það sé nægur tími í framtíðinni til að huga að þessum hlutum, ekki skemma það núna.“ Menningarnótt er tími fjölskyldunnar, verum saman, gleðjumst og komum heil heim. Aðspurður um skilaboð til höfuðborgarbúa og gesta hvetur Skúli fólk til að fara varlega en njóta alls sem menningarnótt bjóði upp á, dagurinn verði stórkostlegur. „Það eru náttúrulega tugir þúsunda hérna í miðbænum um kvöldið þegar þetta nær hápunkti. En það er aldrei vandamál að manna vaktir á menningarnótt og við erum klár í slaginn.“ Lögreglan Reykjavík Menningarnótt Menning Börn og uppeldi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
„Þetta er nú eiginlega allt hefðbundið þannig lagað. Þetta er tuttugasta og áttunda hátíðin, þannig að okkar verklag snýst næstum um að skipta um dagsetningu, ár og nöfnin á þeim lögreglumönnum sem mæta,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, spurður um viðbúnað lögreglu á menningarnótt. „En fyrir það fyrsta þá er það þessi lokun í miðbænum. Það er engin að fara á neinum ökutækjum inn fyrir lokanir þannig að fólk ætti að vera öruggt í miðbænum,“ segir Skúli. Hann minnir að Strætó verður með skutlþjónustu frá Laugardalnum upp á Skólavörðuholt og hvetur gesti til að nýta sér hana. „Svo verður fólk bara að finna stæði, það er nóg af þeim í útjaðrinum öllum, þó það þurfi að labba kílómeter eða tvo, það skemmir ekki neitt. Eða koma á reiðhjólum.“ Tími fjölskyldunnar Menningarnótt er stærsti dagur ársins hjá lögreglunni en Skúli segir að það verði nóg af lögregluþjónum í miðbænum á morgun til taks. „Við höfum áhyggjur af krökkunum. Það er alltaf þessi tími núna frá grunnskóla og yfir í menntaskóla, þar sem þau einhvernvegin sleppa sér.“ Skúli minnir á að útivistarreglur gildi á morgun líkt og aðra daga. „Og mín skilaboð til krakkanna eru að þau að það sé nægur tími í framtíðinni til að huga að þessum hlutum, ekki skemma það núna.“ Menningarnótt er tími fjölskyldunnar, verum saman, gleðjumst og komum heil heim. Aðspurður um skilaboð til höfuðborgarbúa og gesta hvetur Skúli fólk til að fara varlega en njóta alls sem menningarnótt bjóði upp á, dagurinn verði stórkostlegur. „Það eru náttúrulega tugir þúsunda hérna í miðbænum um kvöldið þegar þetta nær hápunkti. En það er aldrei vandamál að manna vaktir á menningarnótt og við erum klár í slaginn.“
Lögreglan Reykjavík Menningarnótt Menning Börn og uppeldi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira