Hinn 24 ára gamli Zaniolo hefur ekki verið lengi í Tyrklandi en hann gekk í raðir félagsins í febrúar. Þar áður hafði hann leikið með Roma frá árinu 2018.
Villa borgar 4,25 milljónir punda, 718 milljónir íslenskra króna, fyrir lánið en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins þarf félagið að kaupa hann í sumar. Allt í allt gæti Villa þurft að borga 32 milljónir punda, 5,4 milljarða króna, þegar allt talið saman.
Aston Villa is delighted to announce the loan signing of Italian international Nicolò Zaniolo!
— Aston Villa (@AVFCOfficial) August 18, 2023
Zaniolo, sem á að baki 13 A-landsleiki fyrir Ítalíu, er fjórði leikmaðurinn sem Villa fær í sínar raðir í sumar. Hinir eru Pau Torres (frá Villareal), Youri Tielemans (frá Leicester City) og Moussa Diaby (frá Bayer Leverkusen).
Villa byrjaði tímabilið á 5-1 tapi fyrir Newcastle United um síðustu helgi.