Hjólastólavinir leigðu sér þyrlu til að hitta mótorhjólavini sína Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2023 21:00 Hjörtur og Guðni með félögum sínum í BMW mótorhjólaklúbbnum í Galtalæk í gærkvöldi. Aðsend Tveir vinir í hjólastólum, sem báðir slösuðust í sitt hvoru slysinu á mótorhjólum í byrjun sumars komu vinum sínum í BMW mótorhjólaklúbbnum heldur betur á óvart í gærkvöldi þegar þeir mættu á þyrlu í Galtalækjarskóg til að taka þátt í veislu klúbbsins. Þyrlan, sem félagarnir leigðu frá Reykjavík kom við á Selfoss og sótti fréttamann og svo var haldið beint í Galtalæk í Rangárþingi ytra og þar datt andlitið nánast af mönnum þegar þeir sáu þyrluna koma og félagana sína tvo í hjólastólunum koma út úr þyrlunni. Til að hafa húmorinn í lagi var þyrlan merkt sem Sjúkradeildin enda félagarnir búnir að vera meira og minna á sjúkrahúsi og á Grensás í sumar. Hér erum við að tala um þá Guðna Þorbjörnsson og Hjört L. Jónsson, sem báðir eru í hjólastólum eftir sitt hvort mótorhjólaslysið en þeir vonast þó báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma eftir mikla endurhæfingu. Þeim var vel fagnað við þyrluna af félögum sínum í BMW Mótorhjólaklúbbnum með allskonar faðmlögum „Það átti eiginlega engin von á þessu en þessir drengir klikka ekki á einu eða neinu, það er alveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, þeir bara ganga í hlutina og klára þá,” segir Guðmundur Ragnarsson, formaður BMW mótorhjólaklúbbsins. Hjörtur (t.v.) og Guðni, sem eru báðir í hjólastólum eftir sitthvort mótorhjólaslysið fyrr í sumar. Þeir vonast báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum búnir að sitja saman inni í allt sumar,” segir Hjörtur og bætir Guðni við „á Landspítalanum og sjúkra eitthvað.“ „Ég var mjög veikur þannig að ég endaði líka í hjólastól og var með honum á spítalanum,” segir Guðni. Og þið eruð saman í þessum skrýtna karlahóp? „Já, þetta er mjög flottur hópur og þetta eru okkar traustustu og bestu vinir, sem við eigum,“ segir Guðni. „Við söknuðum þeirra svo mikið að við ákváðum að hitta þá hér í kvöld,“ bætir Hjörtur við. „Það eina sem við gátum gert var að fá þyrlu til að skutla okkur hingað og hitta vinina og hérna erum við,” segir Guðni alsæll. Félagar þeirra Guðna og Hjartar áttu ekki til orð þegar þeir komu á þyrlunni í Galtalæk til að hitta þá til að eiga góða stund með þeim. Mikið var hlegið og fíflast í þessa klukkustund, sem stoppað var á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þyrluflugmaðurinn hafði gaman af fluginu. „Já, já, maður lætur plata sig út í allskonar. Þetta er mjög skemmtilegt enda mjög góður hópur, sem við erum að hitta hérna og búið að vera mjög gaman bara,” segir Reynir Freyr Pétursson, þyrluflugmaður hjá HeliAir Iceland. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þyrlan, sem félagarnir leigðu frá Reykjavík kom við á Selfoss og sótti fréttamann og svo var haldið beint í Galtalæk í Rangárþingi ytra og þar datt andlitið nánast af mönnum þegar þeir sáu þyrluna koma og félagana sína tvo í hjólastólunum koma út úr þyrlunni. Til að hafa húmorinn í lagi var þyrlan merkt sem Sjúkradeildin enda félagarnir búnir að vera meira og minna á sjúkrahúsi og á Grensás í sumar. Hér erum við að tala um þá Guðna Þorbjörnsson og Hjört L. Jónsson, sem báðir eru í hjólastólum eftir sitt hvort mótorhjólaslysið en þeir vonast þó báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma eftir mikla endurhæfingu. Þeim var vel fagnað við þyrluna af félögum sínum í BMW Mótorhjólaklúbbnum með allskonar faðmlögum „Það átti eiginlega engin von á þessu en þessir drengir klikka ekki á einu eða neinu, það er alveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, þeir bara ganga í hlutina og klára þá,” segir Guðmundur Ragnarsson, formaður BMW mótorhjólaklúbbsins. Hjörtur (t.v.) og Guðni, sem eru báðir í hjólastólum eftir sitthvort mótorhjólaslysið fyrr í sumar. Þeir vonast báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum búnir að sitja saman inni í allt sumar,” segir Hjörtur og bætir Guðni við „á Landspítalanum og sjúkra eitthvað.“ „Ég var mjög veikur þannig að ég endaði líka í hjólastól og var með honum á spítalanum,” segir Guðni. Og þið eruð saman í þessum skrýtna karlahóp? „Já, þetta er mjög flottur hópur og þetta eru okkar traustustu og bestu vinir, sem við eigum,“ segir Guðni. „Við söknuðum þeirra svo mikið að við ákváðum að hitta þá hér í kvöld,“ bætir Hjörtur við. „Það eina sem við gátum gert var að fá þyrlu til að skutla okkur hingað og hitta vinina og hérna erum við,” segir Guðni alsæll. Félagar þeirra Guðna og Hjartar áttu ekki til orð þegar þeir komu á þyrlunni í Galtalæk til að hitta þá til að eiga góða stund með þeim. Mikið var hlegið og fíflast í þessa klukkustund, sem stoppað var á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þyrluflugmaðurinn hafði gaman af fluginu. „Já, já, maður lætur plata sig út í allskonar. Þetta er mjög skemmtilegt enda mjög góður hópur, sem við erum að hitta hérna og búið að vera mjög gaman bara,” segir Reynir Freyr Pétursson, þyrluflugmaður hjá HeliAir Iceland. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira