Yfirlýsing Greenwood: „Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 14:25 Mason Greenwood yfirgefur Manchester United Getty/Marc Atkins Mason Greenwood mun yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Þetta staðfestir félagið í yfirlýsingu í dag og nú hefur Greenwood sjálfur gefið út yfirlýsingu. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. „Ég vil byrja á því að segja að ég skil að fólk muni dæma mig vegna þess sem það hefur séð og heyrt á samfélagsmiðlum og ég veit að fólk mun hugsa það versta. Ég var alinn upp við að vita að ofbeldi eða misnotkun, í hvaða formi sem er, er aldrei í lagi. Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um og í febrúar var ég hreinsaður af öllum ákærum.“ Hann hafi hins vegar gert mistök í sínu sambandi „Og ég tek fulla ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að færslan sem birtist á samfélagsmiðlum var sett inn.“ Hann sé að læra að skilja skyldur sínar. „Að sýna gott fordæmi sem atvinnumaður í fótbolta, og ég einbeiti mér að þeirri miklu ábyrgð að vera faðir, sem og góður maki.“ Og um ákvörðun dagsins, að hann yfirgefi Manchester United, hefur hann þetta að segja: „Ákvörðun dagsins hefur verið hluti af samvinnuferli Manchester United, fjölskyldu minnar og mín. Besta ákvörðunin fyrir okkur öll er að ég haldi áfram fótboltaferli mínum fjarri Old Trafford, þar sem nærvera mín mun ekki trufla félagið. Ég þakka félaginu fyrir stuðninginn sem ég hef fundið fyrir frá því að ég gekk til liðs við félagið aðeins sjö ára gamall. Það mun alltaf vera hluti af mér sem er tengdur Manchester United.“ „Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og öllum ástvinum mínum fyrir stuðninginn og það er nú mitt að endurgjalda traustið sem í kringum mig hefur sýnt. Ég ætla að verða betri knattspyrnumaður, en síðast en ekki síst vera góður faðir, betri manneskja og nýta hæfileika mína á jákvæðan hátt innan sem utan vallar.“ Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira
Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. „Ég vil byrja á því að segja að ég skil að fólk muni dæma mig vegna þess sem það hefur séð og heyrt á samfélagsmiðlum og ég veit að fólk mun hugsa það versta. Ég var alinn upp við að vita að ofbeldi eða misnotkun, í hvaða formi sem er, er aldrei í lagi. Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um og í febrúar var ég hreinsaður af öllum ákærum.“ Hann hafi hins vegar gert mistök í sínu sambandi „Og ég tek fulla ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að færslan sem birtist á samfélagsmiðlum var sett inn.“ Hann sé að læra að skilja skyldur sínar. „Að sýna gott fordæmi sem atvinnumaður í fótbolta, og ég einbeiti mér að þeirri miklu ábyrgð að vera faðir, sem og góður maki.“ Og um ákvörðun dagsins, að hann yfirgefi Manchester United, hefur hann þetta að segja: „Ákvörðun dagsins hefur verið hluti af samvinnuferli Manchester United, fjölskyldu minnar og mín. Besta ákvörðunin fyrir okkur öll er að ég haldi áfram fótboltaferli mínum fjarri Old Trafford, þar sem nærvera mín mun ekki trufla félagið. Ég þakka félaginu fyrir stuðninginn sem ég hef fundið fyrir frá því að ég gekk til liðs við félagið aðeins sjö ára gamall. Það mun alltaf vera hluti af mér sem er tengdur Manchester United.“ „Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og öllum ástvinum mínum fyrir stuðninginn og það er nú mitt að endurgjalda traustið sem í kringum mig hefur sýnt. Ég ætla að verða betri knattspyrnumaður, en síðast en ekki síst vera góður faðir, betri manneskja og nýta hæfileika mína á jákvæðan hátt innan sem utan vallar.“
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira