Loksins hægt að kaupa Mary Earps treyjur eftir HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2023 16:31 Mary Earps var valin besti markvörður heimsmeistaramótsins sem lauk um helgina. getty/Richard Callis Stuðningsmenn enska landsliðsins geta loks keypt treyjur Marys Earps, markvarðar liðsins, eftir heimsmeistaramótið þar sem England endaði í 2. sæti. Fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi gagnrýndi Earps Nike harðlega fyrir að framleiða bara treyjur útileikmanna enska liðsins en ekki markvarðartreyju hennar. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig. Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti. Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni.“ Rúmlega 150 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til Nike að selja treyju Earps. Sextán ára ensk fótboltaáhugakona, Emmy, byrjaði með undirskriftarsöfnunina. Og Nike hefur loks orðið við beiðninni að selja treyju Earps, nú þegar heimsmeistaramótinu er lokið. Takmarkað upplag markvarðartreyja Englands, Bandaríkjanna, Frakklands og Hollands verður til sölu á heimasíðum knattspyrnusambanda landanna. Earps var valin besti markvörður heimsmeistaramótsins. Hún fékk aðeins fjögur mörk á sig á HM og varði vítaspyrnu í úrslitaleik mótsins þar sem England tapaði fyrir Spáni, 1-0. Earps var einnig valin besti markvörður EM í fyrra þar sem Englendingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Þá var hún valin besti markvörður heims 2022 af FIFA. Hin þrítuga Earps hefur spilað 41 landsleik fyrir England. Hún leikur með Manchester United. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira
Fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi gagnrýndi Earps Nike harðlega fyrir að framleiða bara treyjur útileikmanna enska liðsins en ekki markvarðartreyju hennar. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig. Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti. Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni.“ Rúmlega 150 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til Nike að selja treyju Earps. Sextán ára ensk fótboltaáhugakona, Emmy, byrjaði með undirskriftarsöfnunina. Og Nike hefur loks orðið við beiðninni að selja treyju Earps, nú þegar heimsmeistaramótinu er lokið. Takmarkað upplag markvarðartreyja Englands, Bandaríkjanna, Frakklands og Hollands verður til sölu á heimasíðum knattspyrnusambanda landanna. Earps var valin besti markvörður heimsmeistaramótsins. Hún fékk aðeins fjögur mörk á sig á HM og varði vítaspyrnu í úrslitaleik mótsins þar sem England tapaði fyrir Spáni, 1-0. Earps var einnig valin besti markvörður EM í fyrra þar sem Englendingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Þá var hún valin besti markvörður heims 2022 af FIFA. Hin þrítuga Earps hefur spilað 41 landsleik fyrir England. Hún leikur með Manchester United.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira