Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 16:36 Pútín segir að rannsóknin muni taka tíma. EPA Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendir fjölskyldu Yevgeny Prigozhin samúðarkveðjur. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um dauða Wagner leiðtogans í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Pútín lýsti Prigozhin sem hæfileikaríkum viðskiptamanni og hét því að láta rannsaka flugslysið.Rannsókn muni hins vegar taka tíma. Þetta er í fyrsta sinn síðan tilkynnt var um dauða Prigozhin í gær að einhver úr stjórnkerfi Rússlands tjáir sig um hann. „Ég hef þekkt Prigozhin í langan tíma, síðan í upphafi tíunda áratugarins. Hann var maður sem átti erfið örlög. Hann gerði nokkur alvarleg mistök á ævi sinni,“ sagði Pútín í ávarpinu. „Hann náði þeim árangri sem ég bað hann um að ná á síðustu mánuðunum, bæði fyrir sjálfan sig og fyrir sameiginlegan málstað okkar.“ Átti hann þá við árangur Wagner liða til að ná borginni Bakmút í Donetsk héraði, sem barist hafði verið um mánuðum saman. „Ef því sem ég veit kom Prigozhin frá Afríku í gær. Þar hitti hann ákveðna opinbera fulltrúa,“ sagði Pútín. En Wagner hópurinn hefur verið í náðinni hjá herforingjastjórn Malí og talið er að Prigozhin hafi ætlað sér að ná meiri áhrifum hjá nýrri herforingjastjórn Níger. Pútín sagði að gögn sýni að fleiri Wagner liðar hafi verið um borð í flugvélinni sem hrapaði í gær. Alls voru tíu um borð, þar af þriggja manna áhöfn. „Þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum í sameiginlegu takmarki okkar að berjast við nýnasistastjórnina í Úkraínu. Við munum og vitum þetta og við munum ekki gleyma þessu,“ sagði Pútín sem hefur reynt að klína nasistastimplinum á Úkraínumenn frá stríðsbyrjun í febrúar árið 2022 til að réttlæta innrás sína. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Pútín lýsti Prigozhin sem hæfileikaríkum viðskiptamanni og hét því að láta rannsaka flugslysið.Rannsókn muni hins vegar taka tíma. Þetta er í fyrsta sinn síðan tilkynnt var um dauða Prigozhin í gær að einhver úr stjórnkerfi Rússlands tjáir sig um hann. „Ég hef þekkt Prigozhin í langan tíma, síðan í upphafi tíunda áratugarins. Hann var maður sem átti erfið örlög. Hann gerði nokkur alvarleg mistök á ævi sinni,“ sagði Pútín í ávarpinu. „Hann náði þeim árangri sem ég bað hann um að ná á síðustu mánuðunum, bæði fyrir sjálfan sig og fyrir sameiginlegan málstað okkar.“ Átti hann þá við árangur Wagner liða til að ná borginni Bakmút í Donetsk héraði, sem barist hafði verið um mánuðum saman. „Ef því sem ég veit kom Prigozhin frá Afríku í gær. Þar hitti hann ákveðna opinbera fulltrúa,“ sagði Pútín. En Wagner hópurinn hefur verið í náðinni hjá herforingjastjórn Malí og talið er að Prigozhin hafi ætlað sér að ná meiri áhrifum hjá nýrri herforingjastjórn Níger. Pútín sagði að gögn sýni að fleiri Wagner liðar hafi verið um borð í flugvélinni sem hrapaði í gær. Alls voru tíu um borð, þar af þriggja manna áhöfn. „Þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum í sameiginlegu takmarki okkar að berjast við nýnasistastjórnina í Úkraínu. Við munum og vitum þetta og við munum ekki gleyma þessu,“ sagði Pútín sem hefur reynt að klína nasistastimplinum á Úkraínumenn frá stríðsbyrjun í febrúar árið 2022 til að réttlæta innrás sína.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18