Fólk á sjötugsaldri í skuldavanda vegna smálána Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 19:17 Formaður Neytendasamtakanna segir að borið hafi á því undanfarið að fólk á sextugs- og sjötugsaldri hafi leitað aðstoðar vegna smálánaskulda. Í einhverjum tilfellum sjái fólkið fram á að þurfa selja eignir sínar og fara á leigumarkað. Vísir/Sigurjón Talsvert hefur borið á því að fólk á sextugs og sjötugsaldri leiti til Neytendasamtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka. Formaður telur að ferðaþjónustan ætti að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu stýrivexti í gær um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð en Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hækkunina í gær þó hafa komið á óvart. „Við erum að sjá það að verðbólgan er að fara niður og spennan er vegna ákveðinna atvinnugreina. Það hefði verið hægt að nota önnur tól og tæki frekar en endalausar stýrivaxtahækkanir til að ná niður verðbólgunni.“ Eins og hvað, hvaða leiðir sérð þú? „Ef það er rétt sem Seðlabankinn heldur fram, að þetta sé vegna þess að ferðaþjónusta sé í einhverri yfirspennu þá þarf að ráðast að henni með gjaldtöku eða einhverjum takmörkunum svo spennan verð ekki of mikil þar. Ekki þannig að við neytendur þurfum að bera þær byrðar nánast ein og sér.“ Dæmi um fólk á „besta aldri“ í skuldavanda vegna smálána Breki segir hækkunina koma harðast niður á þeim sem síst skyldi, og að nýr hópur leiti nú í síauknum mæli til Neytendasamtakanna. „Það er hópur fólks á besta aldri, á aldrinum 60 til 70 ára. Fólk sem á eignir en hefur komið sér í miklar skammtímaskuldir vegna þess að það er að reyna brúa bilið. Það nær ekki að borga af lánunum sínum og tekur smálán til þess að brúa það bil,“ segir Breki. Smám saman fari boltinn að rúlla og mjög erfitt geti reynst að vinda ofan af vandanum. „Þetta eru allt upp í átta milljóna króna smálánaskuldir sem fólk hefur safnað hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og er í verulegum vanda. Það sér jafnvel fram á að þurfa selja ofan af sér og fara á leigumarkað.“ Hann hvetur fólk til að leita sér aðstoðar fyrr en síðar. „Ekki bíða ef þú telur að þú þurfir á hjálp að halda. Það er hægt að leita til okkar hjá Neytendasamtökunum, Umboðsmanns skuldara eða annarra samtaka sem hjálpa fólki í vandræðum,“ segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna.“ Verðlag Seðlabankinn Neytendur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu stýrivexti í gær um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð en Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hækkunina í gær þó hafa komið á óvart. „Við erum að sjá það að verðbólgan er að fara niður og spennan er vegna ákveðinna atvinnugreina. Það hefði verið hægt að nota önnur tól og tæki frekar en endalausar stýrivaxtahækkanir til að ná niður verðbólgunni.“ Eins og hvað, hvaða leiðir sérð þú? „Ef það er rétt sem Seðlabankinn heldur fram, að þetta sé vegna þess að ferðaþjónusta sé í einhverri yfirspennu þá þarf að ráðast að henni með gjaldtöku eða einhverjum takmörkunum svo spennan verð ekki of mikil þar. Ekki þannig að við neytendur þurfum að bera þær byrðar nánast ein og sér.“ Dæmi um fólk á „besta aldri“ í skuldavanda vegna smálána Breki segir hækkunina koma harðast niður á þeim sem síst skyldi, og að nýr hópur leiti nú í síauknum mæli til Neytendasamtakanna. „Það er hópur fólks á besta aldri, á aldrinum 60 til 70 ára. Fólk sem á eignir en hefur komið sér í miklar skammtímaskuldir vegna þess að það er að reyna brúa bilið. Það nær ekki að borga af lánunum sínum og tekur smálán til þess að brúa það bil,“ segir Breki. Smám saman fari boltinn að rúlla og mjög erfitt geti reynst að vinda ofan af vandanum. „Þetta eru allt upp í átta milljóna króna smálánaskuldir sem fólk hefur safnað hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og er í verulegum vanda. Það sér jafnvel fram á að þurfa selja ofan af sér og fara á leigumarkað.“ Hann hvetur fólk til að leita sér aðstoðar fyrr en síðar. „Ekki bíða ef þú telur að þú þurfir á hjálp að halda. Það er hægt að leita til okkar hjá Neytendasamtökunum, Umboðsmanns skuldara eða annarra samtaka sem hjálpa fólki í vandræðum,“ segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna.“
Verðlag Seðlabankinn Neytendur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira