Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 17:44 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf á meðan það ríkir skortur á ADHD-lyfjum á landinu. Vísir/Vilhelm ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. ADHD lyfið Elvanse í styrkleika 30 og 50 milligrömm hefur verið ófáanlegt síðan í júlí. Það sama gildir um samheitalyfið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir Elvanse væntanlegt aftur í september.Vísir/Vilhelm „En síðan hafa komið upp einhver framleiðslu-og flutningsvandamál og það er eiginlega raunverulega skýringin. Samheitalyfið var að koma á markað í þeim mánuði sem Elvanse fór í skort og þær birgðir sem þau höfðu gert ráð fyrir að nota í þrjá mánuði hurfu bara fljótt.” Lyfið er væntanlegt aftur í byrjun september. Skorturinn er alþjóðlegur en Rúna segir að hann hafi komið fyrr fram hér á landi en annarsstaðar. „Þetta kemur mjög seint til okkar, við fáum tilkynningar og getum farið að bregðast við þegar það er ljóst að samheitalyf er bara með þriggja mánaða birgðir miðað við litla markaðshlutdeild. Löndin í kringum okkur, bæði Danmörku og í Finnlandi og Noregi hafa stofnanir betri yfirsýn yfir birgðirnar í landinu sínu og geta þá brugðist við fyrr. Hugsanlega hefði verið hægt að bregðast við fyrr með undanþágulyfjum,“ segir hún. Dæmi um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að mörg dæmi séu um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði. Rúna segist ekki þekkja til þess enda væri Lyfjastofnun ekki sú stofnun sem myndi heyra sérstaklega af því. „Svoleiðis að við höfum brýnt fyrir fólki að vera ekki að nota annara manna lyf. Og taka sér annaðhvort lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Það eru til önnur methylphenidate lyf í landinu, nóg af þeim, sem enginn skortur er á.“ Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
ADHD lyfið Elvanse í styrkleika 30 og 50 milligrömm hefur verið ófáanlegt síðan í júlí. Það sama gildir um samheitalyfið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir Elvanse væntanlegt aftur í september.Vísir/Vilhelm „En síðan hafa komið upp einhver framleiðslu-og flutningsvandamál og það er eiginlega raunverulega skýringin. Samheitalyfið var að koma á markað í þeim mánuði sem Elvanse fór í skort og þær birgðir sem þau höfðu gert ráð fyrir að nota í þrjá mánuði hurfu bara fljótt.” Lyfið er væntanlegt aftur í byrjun september. Skorturinn er alþjóðlegur en Rúna segir að hann hafi komið fyrr fram hér á landi en annarsstaðar. „Þetta kemur mjög seint til okkar, við fáum tilkynningar og getum farið að bregðast við þegar það er ljóst að samheitalyf er bara með þriggja mánaða birgðir miðað við litla markaðshlutdeild. Löndin í kringum okkur, bæði Danmörku og í Finnlandi og Noregi hafa stofnanir betri yfirsýn yfir birgðirnar í landinu sínu og geta þá brugðist við fyrr. Hugsanlega hefði verið hægt að bregðast við fyrr með undanþágulyfjum,“ segir hún. Dæmi um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að mörg dæmi séu um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði. Rúna segist ekki þekkja til þess enda væri Lyfjastofnun ekki sú stofnun sem myndi heyra sérstaklega af því. „Svoleiðis að við höfum brýnt fyrir fólki að vera ekki að nota annara manna lyf. Og taka sér annaðhvort lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Það eru til önnur methylphenidate lyf í landinu, nóg af þeim, sem enginn skortur er á.“
Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent