„Allavega vill maður geta leikið sér við börnin sín í framtíðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2023 08:00 Mist fór yfir stöðuna. Bestu Mörkin Á sunnudag fer 18. umferð í Bestu deild kvenna í knattspyrnu fram. Um er að ræða síðustu umferð hefðbundinnar deildarkeppni áður en tvískipting á sér stað. Að því tilefni fékk Helena Ólafsdóttir til sín góðan gest, Mist Edvardsdóttur – fyrrverandi leikmann Vals, KR og Aftureldingar hér á landi. Líkt og í Bestu deild karla á síðustu leiktíð verður spiluð auka umferð í Bestu deild kvenna þetta tímabilið. Efstu fimm liðin fara í umspil og spila sín á milli, sama gerist svo hjá neðri hluta deildarinnar. Mist lagði skóna á hilluna að lokinni síðustu leiktíð en hún endaði ferilinn sem Íslands- og bikarmeistari með Val. Hún hafði komið áður í Bestu upphituna en þá var hún enn leikmaður, eða reyndar er það svo að Mist hefur ekkert gefið út sjálf. Klippa: Besta upphitunin: 18. umferð „Það eruð þið sem eruð búin að ákveða fyrir mig að ég sé hætt. Ætli það séu ekki allar líkur á að ég sé hætt, ég veit að sjúkraþjálfarinn minn vill ekki að ég fari aftur.“ „Fór i aðgerð og það er búið að laga þetta allt. Ég ætla aðeins út á völl að sparka í bolta, aðeins að leika mér en ég held ég sé ekki að fara koma til baka,“ bætti Mist við hlæjandi. „Ætla alveg að hafa gaman að því að leika mér í fótbolta, svo langt sem það nær. Ég get ekkert farið að taka neina sénsa með þessi hné mín, má ekkert við því að fara meiða mig aftur. Mér finnst það gaman í fótbolta að bara sparka og leika sér, það má ekki alveg slíta sig frá öllu. Allavega vill maður geta leikið sér við börnin sín í framtíðinni,“ bætti varnarmaðurinn „fyrrverandi“ við áður en umræðan snerist að Bestu deild kvenna. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leiki 18. umferðar í Bestu deild kvenna má svo sjá hér að neðan. Allir leikir hefjast klukkan 14.00 Tindastóll – Þór/KA (Stöð 2 Besta deildin 2) Þróttur R. – Breiðablik (Stöð 2 Sport) ÍBV – FH (Stöð 2 Sport 5) Stjarnan – Selfoss (Stöð 2 Besta deildin 3) Valur – Keflavík (Stöð 2 Besta deildin) Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Líkt og í Bestu deild karla á síðustu leiktíð verður spiluð auka umferð í Bestu deild kvenna þetta tímabilið. Efstu fimm liðin fara í umspil og spila sín á milli, sama gerist svo hjá neðri hluta deildarinnar. Mist lagði skóna á hilluna að lokinni síðustu leiktíð en hún endaði ferilinn sem Íslands- og bikarmeistari með Val. Hún hafði komið áður í Bestu upphituna en þá var hún enn leikmaður, eða reyndar er það svo að Mist hefur ekkert gefið út sjálf. Klippa: Besta upphitunin: 18. umferð „Það eruð þið sem eruð búin að ákveða fyrir mig að ég sé hætt. Ætli það séu ekki allar líkur á að ég sé hætt, ég veit að sjúkraþjálfarinn minn vill ekki að ég fari aftur.“ „Fór i aðgerð og það er búið að laga þetta allt. Ég ætla aðeins út á völl að sparka í bolta, aðeins að leika mér en ég held ég sé ekki að fara koma til baka,“ bætti Mist við hlæjandi. „Ætla alveg að hafa gaman að því að leika mér í fótbolta, svo langt sem það nær. Ég get ekkert farið að taka neina sénsa með þessi hné mín, má ekkert við því að fara meiða mig aftur. Mér finnst það gaman í fótbolta að bara sparka og leika sér, það má ekki alveg slíta sig frá öllu. Allavega vill maður geta leikið sér við börnin sín í framtíðinni,“ bætti varnarmaðurinn „fyrrverandi“ við áður en umræðan snerist að Bestu deild kvenna. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leiki 18. umferðar í Bestu deild kvenna má svo sjá hér að neðan. Allir leikir hefjast klukkan 14.00 Tindastóll – Þór/KA (Stöð 2 Besta deildin 2) Þróttur R. – Breiðablik (Stöð 2 Sport) ÍBV – FH (Stöð 2 Sport 5) Stjarnan – Selfoss (Stöð 2 Besta deildin 3) Valur – Keflavík (Stöð 2 Besta deildin)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00 Tindastóll – Þór/KA (Stöð 2 Besta deildin 2) Þróttur R. – Breiðablik (Stöð 2 Sport) ÍBV – FH (Stöð 2 Sport 5) Stjarnan – Selfoss (Stöð 2 Besta deildin 3) Valur – Keflavík (Stöð 2 Besta deildin)
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira