Katla lenti í því óhappi að rotast á æfingu degi fyrir Skíðamót Íslands í mars 2022. Þrálátir verkir og vanlíðan hafa gert það að verkum að hún tekur þá ákvörðun að hætta og setja heilsuna í fyrsta sæti.
Katla Björg þátt á tveimur Heimsmeistaramótum fullorðinna og náði besta árangri íslenskra kvenna í stórsvigi í Cortina árið 2021 þar sem hún hafnaði í 34. sæti. Katla Björg sigraði á ferlinum tvö alþjóðleg svigmót fullorðinna og náði sex sinnum á verðlaunapall.
Síðastliðið vor landaði hún svo þremur Íslandsmeistaratitlum í fullorðins flokki, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni, þrátt fyrir að glíma við þessi erfiðu meiðsli á sama tíma. Þá vann Katla Björg fjölmörg bikarmót á ferlinum ásamt því að vera margfaldur unglinga- og bikarmeistari.
Katla Björg vill koma á framfæri þökkum til styrktaraðila, þjálfara, liðsfélaga, keppinauta og annarra sem stutt hafa við bakið á henni í gegnum árin.