Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 21:27 Breiðablik og Víkingur eiga að mætast á Víkingsvelli á morgun. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. Leikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla er á dagskrá klukkan 19:15 annað kvöld á Víkingsvelli. Þegar leikurinn fer fram verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga í umspili Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn í einvíginu fer fram næstkomandi fimmtudag. Breiðablik óskaði eftir því við KSÍ snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingi á morgun yrði frestað. Hann yrði þess í stað leikinn í landsleikjahléi Bestu deildarinnar svo liðið fengi meiri hvíld fyrir seinni leikinn gegn Struga Í viðtali við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkinga, sem birtist á Fótbolti.net í vikunni, sagði hann að Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu þar sem leikmenn liðsins væru þá fjarverandi í landsliðsverkefnum. Svar barst frá KSÍ í gær vegna beiðni Breiðabliks þar sem Blikum var neitað um frestun en við frestanir sem þessar þarf samþykki beggja liða að vera fyrir hendi. Andstæðingarnir fá vikufrí Nú undir kvöld greindi síðan Fótbolti.net frá því að Breiðablik hefði sent beiðni til KSÍ um að ákvörðun stjórnar sambandsins yrði endurskoðuð. Í samtali við íþróttadeild staðfesti framkvæmdastjóri Breiðabliks Eysteinn Pétur Lárusson að Blikar hefðu sent inn beiðni síðdegis í dag til KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína. Breiðablik hafði engin viðbrögð fengið nú undir kvöld nema um að erindi Blika væri móttekið. Fyrr í dag tók knattspyrnusamband Norður-Makedóníu ákvörðun um að fresta leik FC Struga sem átti að fara fram á morgun. Leikmenn Struga fá því vikufrí á milli leikjanna tveggja við Breiðablik. Þetta er þriðji leikur Struga sem frestað er til að auðvelda liðinu Evrópuundirbúning sinn. Í greinargerð sinni til KSÍ í dag vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða og óskuðu eftir að stjórn KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína. Blikar geta orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni nái þeir að vinna einvígið gegn Struga en síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudag í næstu viku. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30 Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Leikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla er á dagskrá klukkan 19:15 annað kvöld á Víkingsvelli. Þegar leikurinn fer fram verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga í umspili Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn í einvíginu fer fram næstkomandi fimmtudag. Breiðablik óskaði eftir því við KSÍ snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingi á morgun yrði frestað. Hann yrði þess í stað leikinn í landsleikjahléi Bestu deildarinnar svo liðið fengi meiri hvíld fyrir seinni leikinn gegn Struga Í viðtali við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkinga, sem birtist á Fótbolti.net í vikunni, sagði hann að Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu þar sem leikmenn liðsins væru þá fjarverandi í landsliðsverkefnum. Svar barst frá KSÍ í gær vegna beiðni Breiðabliks þar sem Blikum var neitað um frestun en við frestanir sem þessar þarf samþykki beggja liða að vera fyrir hendi. Andstæðingarnir fá vikufrí Nú undir kvöld greindi síðan Fótbolti.net frá því að Breiðablik hefði sent beiðni til KSÍ um að ákvörðun stjórnar sambandsins yrði endurskoðuð. Í samtali við íþróttadeild staðfesti framkvæmdastjóri Breiðabliks Eysteinn Pétur Lárusson að Blikar hefðu sent inn beiðni síðdegis í dag til KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína. Breiðablik hafði engin viðbrögð fengið nú undir kvöld nema um að erindi Blika væri móttekið. Fyrr í dag tók knattspyrnusamband Norður-Makedóníu ákvörðun um að fresta leik FC Struga sem átti að fara fram á morgun. Leikmenn Struga fá því vikufrí á milli leikjanna tveggja við Breiðablik. Þetta er þriðji leikur Struga sem frestað er til að auðvelda liðinu Evrópuundirbúning sinn. Í greinargerð sinni til KSÍ í dag vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða og óskuðu eftir að stjórn KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína. Blikar geta orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni nái þeir að vinna einvígið gegn Struga en síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudag í næstu viku.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30 Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30
Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06