Stöð 2 Sport
HK tekur á móti ÍBV í Bestu deild karla og hefst útsending klukkan 17:50. Eyjamenn geta komið sér úr fallsæti með sigrinum en bæði lið munu leika í neðri hluta deildarinnar eftir að deildinni verður skipt í tvennt.
Klukkan 20:00 verður síðan Stúkan í beinni útsendingu þar sem farið verður yfir umferðina í Bestu deildinni.
Stöð 2 Sport 2
Salernitana fær Udinese í heimsókn í Serie A og hefst útsending klukkan 16:20. Stórlið Inter fer í heimsókn til Cagliari í seinni leik dagsins í Serie A deildinni. útsending frá leiknum hefst klukkan 18:35.
Vodafone Sport
Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar hans í Leipzig taka á móti Fusche Berlin í þýska handboltanum. Bein útsending hefst klukkan 16:50.