Auka lífsgæði og spara milljarða Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 4. september 2023 09:02 Tilefni viðtals við mennta- og barnamálaráðherra á RÚV þann 14. ágúst sl. voru breytingar á þjónustu við 127 börn með fjölþættan vanda. Breytingar sem gætu aukið gæði þjónustu við börnin og sparað milljarð króna árlega. Kostnaður yrði 5 milljarðar árlega í stað 6 eða um 40 milljónir króna á ári hvert barn í stað 47 milljóna króna. Líklegt er að foreldrar þessara 127 barna hafi ekki fengið þann stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins sem þeir þurftu. Í framhaldi hófst leikskólaganga án þess að leikskólinn fengi viðeigandi stuðning til að sinna þörfum þessara barna og fjölskyldna þeirra. Síðan tók við grunnskólaganga sem leiddi til þess að möguleiki á að njóta framhaldsskólaáranna og/eða þátttöku í atvinnulífinu varð ekki sjálfsagður. Á öllum þessum stigum er starfsfólk undir miklu álagi við að sinna erfiðu verkefni án þess að á því sé viðunandi skilningur og stuðningur til staðar. Starfsfólk skóla er ekki eina stéttin sem þarf að takast á við álag vegna ofangreinds því álagið berst áfram á heilbrigðis- og velferðarstéttir. Kostnaður vegna kulnunar er líklega ekki meðtalinn í 6 milljarða tölunni sem oft leiðir af sér að fólk er tilneytt til að yfirgefa vinnumarkað langt um aldur fram. Auka fagmennsku og nýta mannauð betur Í viðtali RÚV við ráðherra sagði hann: „Auka þarf úrræði, fagmennsku…og nýta mannauð betur”. Að tilhlutan ríkisstjórnar Íslands var haldin ráðstefna um foreldrahæfni árið 2008. Ráðstefnan var liður í framkvæmd aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Markmið aðgerðaáætlunarinnar var að efla foreldrahæfni til að fyrirbyggja og vinna gegn ofbeldi á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum. Tvö ný úrræði voru kynnt á ráðstefnunni, bæði byggð á traustum rannsóknum og greiningum. Það var annars vegar MST (Multi System Therapy) ný meðferðarþjónusta á vegum Barnaverndarstofu, og hins vegar úrræði frá Gottman stofnuninni fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna á vegum einkaaðila. Í samantekt ofangreindrar ráðstefnu er ritað: „Það er hægt að gera foreldra hæfari með fræðslu og þjálfun“... „Ef vel tekst til er árangurinn sem næst með þessum nýju aðferðu mun varanlegri heldur en stofnanainngrip...“ „Ef tekst að gera foreldri hæft í hlutverki sínu nýtist það barninu til fullorðinsára. Ekki síður er mikilvægt að með þessu opnist möguleiki á miklu snemmtækari aðgerðum en með seinni og flóknari afskiptum stofnana af málum barna. Með því að gera þessa hjálp aðgengilega fyrir foreldra ungbarna er hægt að taka strax fyrir vanda sem ella myndi ágerast.“ Þrátt fyrir góðar fyrirætlanir fékk ofannefnt Gottman úrræði einungis 500.000 króna styrk árið 2009, sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að efla foreldrahæfni. Frá árinu 2008 hefur ríkið varið hundruðum milljarða króna í stofnanainngrip og lyfjakostnað vegna hegðunarvanda barna. Ekki er ásættanlegt að halda áfram með sama hætti og fyrir löngu kominn tími til að framsækin sveitarfélög fái tækifæri til að bjóða verðandi foreldrum og foreldrum ungbarna aukið val. Ríki og atvinnulíf bregðist við Íslenskir foreldrar leggja atvinnulífinu til fleiri vinnustundir á viku en foreldrar í löndunum sem við berum okkur saman við. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka stöðu með kvennastéttum, foreldrum og sveitarfélögum og krefja ríkið um ábyrgari ráðstöfun fjármuna. Það snýst um að taka markvissar og öflugar ákvarðanir varðandi foreldrafræðslu og foreldrastuðning í forvarnarskyni og spara þannig kostnað vegna bæði stofnanainngripa og lyfjakostnaðar. Ríkið greiðir í dag 47 milljónir á ári fyrir þá sem þurfa á dýrustu úrræðunum að halda, alls 6 milljarða króna samtals á ári. Til að styðja við fyrirbyggjandi aðgerðir gæti fyrsta skrefið verið að ríki og atvinnulífið taki höndum saman og leggi sveitarfélögum til 6 milljarða króna á ári. Á Íslandi fæðast um 5000 börn á ári. Fyrir 6 milljarða króna er hægt að verja um 1,2 milljónum króna að meðaltali í stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins. Undirstöðufræðsla með tilkomu foreldrarhlutverksins Í því verkefni væri hægt að nýta áðurnefnt Gottman úrræði og önnur sambærileg úrræði sem undirstöðufræðslu með tilkomu foreldrarhlutverksins ásamt því að skima fyrir hverjir þurfa frekari stuðning og þjónustu. Þannig væri hægt að hefja forvarnarstarf strax á meðgöngu og veita sérhæfða snemmtæka íhlutun þar sem þörf er á. Við þurfum að gera kröfu um að ríkið nýti mannauð okkar og skattfé af meiri fagmennsku. RÚV og aðrir fjölmiðlar gætu fylgt viðtalinu við ráðherra frá 14. ágúst sl. eftir með því að kanna hve mörg börn þáðu áðurnefnda þjónustu fyrir 10 og 20 árum. Í framhaldi væri hægt að fá innsýn í hvað börnin yrðu mögulega mörg eftir 10 og 20 ár. Fjölmiðlarnir gætu notað þær upplýsingar til að skoða hvaða áhrif það hefði á þá grunnþjónustu sem opinberir aðilar veita að síhærri fjárhæð færi í þjónustu við stækkandi hóp barna í allra dýrustu úrræðunum. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Börn og uppeldi Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Tilefni viðtals við mennta- og barnamálaráðherra á RÚV þann 14. ágúst sl. voru breytingar á þjónustu við 127 börn með fjölþættan vanda. Breytingar sem gætu aukið gæði þjónustu við börnin og sparað milljarð króna árlega. Kostnaður yrði 5 milljarðar árlega í stað 6 eða um 40 milljónir króna á ári hvert barn í stað 47 milljóna króna. Líklegt er að foreldrar þessara 127 barna hafi ekki fengið þann stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins sem þeir þurftu. Í framhaldi hófst leikskólaganga án þess að leikskólinn fengi viðeigandi stuðning til að sinna þörfum þessara barna og fjölskyldna þeirra. Síðan tók við grunnskólaganga sem leiddi til þess að möguleiki á að njóta framhaldsskólaáranna og/eða þátttöku í atvinnulífinu varð ekki sjálfsagður. Á öllum þessum stigum er starfsfólk undir miklu álagi við að sinna erfiðu verkefni án þess að á því sé viðunandi skilningur og stuðningur til staðar. Starfsfólk skóla er ekki eina stéttin sem þarf að takast á við álag vegna ofangreinds því álagið berst áfram á heilbrigðis- og velferðarstéttir. Kostnaður vegna kulnunar er líklega ekki meðtalinn í 6 milljarða tölunni sem oft leiðir af sér að fólk er tilneytt til að yfirgefa vinnumarkað langt um aldur fram. Auka fagmennsku og nýta mannauð betur Í viðtali RÚV við ráðherra sagði hann: „Auka þarf úrræði, fagmennsku…og nýta mannauð betur”. Að tilhlutan ríkisstjórnar Íslands var haldin ráðstefna um foreldrahæfni árið 2008. Ráðstefnan var liður í framkvæmd aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Markmið aðgerðaáætlunarinnar var að efla foreldrahæfni til að fyrirbyggja og vinna gegn ofbeldi á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum. Tvö ný úrræði voru kynnt á ráðstefnunni, bæði byggð á traustum rannsóknum og greiningum. Það var annars vegar MST (Multi System Therapy) ný meðferðarþjónusta á vegum Barnaverndarstofu, og hins vegar úrræði frá Gottman stofnuninni fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna á vegum einkaaðila. Í samantekt ofangreindrar ráðstefnu er ritað: „Það er hægt að gera foreldra hæfari með fræðslu og þjálfun“... „Ef vel tekst til er árangurinn sem næst með þessum nýju aðferðu mun varanlegri heldur en stofnanainngrip...“ „Ef tekst að gera foreldri hæft í hlutverki sínu nýtist það barninu til fullorðinsára. Ekki síður er mikilvægt að með þessu opnist möguleiki á miklu snemmtækari aðgerðum en með seinni og flóknari afskiptum stofnana af málum barna. Með því að gera þessa hjálp aðgengilega fyrir foreldra ungbarna er hægt að taka strax fyrir vanda sem ella myndi ágerast.“ Þrátt fyrir góðar fyrirætlanir fékk ofannefnt Gottman úrræði einungis 500.000 króna styrk árið 2009, sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að efla foreldrahæfni. Frá árinu 2008 hefur ríkið varið hundruðum milljarða króna í stofnanainngrip og lyfjakostnað vegna hegðunarvanda barna. Ekki er ásættanlegt að halda áfram með sama hætti og fyrir löngu kominn tími til að framsækin sveitarfélög fái tækifæri til að bjóða verðandi foreldrum og foreldrum ungbarna aukið val. Ríki og atvinnulíf bregðist við Íslenskir foreldrar leggja atvinnulífinu til fleiri vinnustundir á viku en foreldrar í löndunum sem við berum okkur saman við. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka stöðu með kvennastéttum, foreldrum og sveitarfélögum og krefja ríkið um ábyrgari ráðstöfun fjármuna. Það snýst um að taka markvissar og öflugar ákvarðanir varðandi foreldrafræðslu og foreldrastuðning í forvarnarskyni og spara þannig kostnað vegna bæði stofnanainngripa og lyfjakostnaðar. Ríkið greiðir í dag 47 milljónir á ári fyrir þá sem þurfa á dýrustu úrræðunum að halda, alls 6 milljarða króna samtals á ári. Til að styðja við fyrirbyggjandi aðgerðir gæti fyrsta skrefið verið að ríki og atvinnulífið taki höndum saman og leggi sveitarfélögum til 6 milljarða króna á ári. Á Íslandi fæðast um 5000 börn á ári. Fyrir 6 milljarða króna er hægt að verja um 1,2 milljónum króna að meðaltali í stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins. Undirstöðufræðsla með tilkomu foreldrarhlutverksins Í því verkefni væri hægt að nýta áðurnefnt Gottman úrræði og önnur sambærileg úrræði sem undirstöðufræðslu með tilkomu foreldrarhlutverksins ásamt því að skima fyrir hverjir þurfa frekari stuðning og þjónustu. Þannig væri hægt að hefja forvarnarstarf strax á meðgöngu og veita sérhæfða snemmtæka íhlutun þar sem þörf er á. Við þurfum að gera kröfu um að ríkið nýti mannauð okkar og skattfé af meiri fagmennsku. RÚV og aðrir fjölmiðlar gætu fylgt viðtalinu við ráðherra frá 14. ágúst sl. eftir með því að kanna hve mörg börn þáðu áðurnefnda þjónustu fyrir 10 og 20 árum. Í framhaldi væri hægt að fá innsýn í hvað börnin yrðu mögulega mörg eftir 10 og 20 ár. Fjölmiðlarnir gætu notað þær upplýsingar til að skoða hvaða áhrif það hefði á þá grunnþjónustu sem opinberir aðilar veita að síhærri fjárhæð færi í þjónustu við stækkandi hóp barna í allra dýrustu úrræðunum. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun