Sjáðu mörkin úr lokaumferð Bestu deildar karla: Magnað mark tryggði Víkingum sigur Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 10:01 Danijel Dejan Djuric reyndist hetja Víkinga gegn Fram Vísir/Hulda Margrét Tuttugu og eitt mark var skorað í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í í gær. Nú er endanleg niðurröðun liða fyrir úrslitakeppni deildarinnar, sem hefst þann 16. september næstkomandi, ráðin. Víkingur Reykjavík er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Þetta varð ljóst eftir 3-2 dramatískan útisigur liðsins á Fram í Úlfarsárdal þar sem að glæsilegt sigurmark leit dagsins ljós á lokamínútunum. Klippa: Víkingar einum sigri frá titlinum eftir fimm marka spennutrylli Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Evrópuþynnka í Blikum Eftir glæst afrek fyrr í vikunni mættu leikmenn Breiðabliks aftur til leiks í Bestu deildinni á heimavelli gegn FH í gær. Blikar tryggðu sér, eins og frægt er orðið sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á dögunum, en þurftu að sætta sig við 3-0 tap gegn FH. Klippa: Evrópuþynnkan sótti hart að Blikum FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Dramatíkin allsráðandi í Eyjum ÍBV og KR gerðu stormasamt og hádramatískt jafntefli í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn gáfust ekki upp og sýndu mikinn karakter í því að vinna sig inn í leikinn. Klippa: Dramatíkin algjör er ÍBV og KR tókust á Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé. Jafntefli í Árbænum Fylkir og KA mættust á Wurthvellinum í Árbænum og skiptu þar með sér stigunum. Ljóst er að bæði lið munu leika í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar eftir landsleikjahléið. Klippa: Fylkir og KA tókust á í Árbænum Stjarnan rétti úr kútnum um leið Stjarnan kom inn í leik gærdagsins gegn Keflavík eftir tap gegn KA í síðustu umferð. Stjörnunni nægði jafntefli til að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni efri hluta Bestu en bætti um betur og fór af hólmi með öruggan 3-0 sigur. Klippa: Stjarnan tyrggði sér endanlega sæti í efri hlutanum Valsmenn frestuðu fagnaðarlátum Víkinga Fyrir lokaumferðina var ljóst að ef Víkingar myndu vinna sinn leik gegn Fram og Valur tapa sínum gegn FH, yrðu Víkingar Íslandsmeistarar. Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að færa Víkingum titilinn með tapi en liðið var afar sannfærandi í leik sínum og vann að lokum 4-1 sigur á HK. Klippa: Valsmenn ekki í vandræðum með HK HK fer í neðri hlutan þar sem liðið mun sennilega ekki berjast um mikið annað en 7. sætið og Forsetabikarinn góða. Valur er á leið í efri hluta deildarinnar og þarf á algjöru kraftaverki að halda til að ná Víkingum sem eru með 9 fingur á skyldinum góða. Besta deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir 3-2 dramatískan útisigur liðsins á Fram í Úlfarsárdal þar sem að glæsilegt sigurmark leit dagsins ljós á lokamínútunum. Klippa: Víkingar einum sigri frá titlinum eftir fimm marka spennutrylli Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Evrópuþynnka í Blikum Eftir glæst afrek fyrr í vikunni mættu leikmenn Breiðabliks aftur til leiks í Bestu deildinni á heimavelli gegn FH í gær. Blikar tryggðu sér, eins og frægt er orðið sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á dögunum, en þurftu að sætta sig við 3-0 tap gegn FH. Klippa: Evrópuþynnkan sótti hart að Blikum FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Dramatíkin allsráðandi í Eyjum ÍBV og KR gerðu stormasamt og hádramatískt jafntefli í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn gáfust ekki upp og sýndu mikinn karakter í því að vinna sig inn í leikinn. Klippa: Dramatíkin algjör er ÍBV og KR tókust á Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé. Jafntefli í Árbænum Fylkir og KA mættust á Wurthvellinum í Árbænum og skiptu þar með sér stigunum. Ljóst er að bæði lið munu leika í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar eftir landsleikjahléið. Klippa: Fylkir og KA tókust á í Árbænum Stjarnan rétti úr kútnum um leið Stjarnan kom inn í leik gærdagsins gegn Keflavík eftir tap gegn KA í síðustu umferð. Stjörnunni nægði jafntefli til að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni efri hluta Bestu en bætti um betur og fór af hólmi með öruggan 3-0 sigur. Klippa: Stjarnan tyrggði sér endanlega sæti í efri hlutanum Valsmenn frestuðu fagnaðarlátum Víkinga Fyrir lokaumferðina var ljóst að ef Víkingar myndu vinna sinn leik gegn Fram og Valur tapa sínum gegn FH, yrðu Víkingar Íslandsmeistarar. Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að færa Víkingum titilinn með tapi en liðið var afar sannfærandi í leik sínum og vann að lokum 4-1 sigur á HK. Klippa: Valsmenn ekki í vandræðum með HK HK fer í neðri hlutan þar sem liðið mun sennilega ekki berjast um mikið annað en 7. sætið og Forsetabikarinn góða. Valur er á leið í efri hluta deildarinnar og þarf á algjöru kraftaverki að halda til að ná Víkingum sem eru með 9 fingur á skyldinum góða.
Besta deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira