Lagði sitt mat á umdeild atvik úr stórleik helgarinnar Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 12:24 Úr leik Arsenal og Manchester United í gær Vísir/EPA Arsenal og Manchester United áttust við um nýliðna helgi í stórleik 4.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Svo fór að Arsenal vann leikinn með þremur mörkum gegn einu, tvö mörk á síðustu andartökum leiksins tryggðu Skyttunum sigurinn. Fjölmörg umdeild atvik komu upp í leiknum en Sky Sports fékk Dermot Gallagher, fyrrum dómara í ensku úrvalsdeildinni, til þess að leggja sitt mat á umrædd atvik. Fyrsta atvikið sem hann fór yfir var aðdragandi annars marks Arsenal í leiknum þegar að Declan Rice kom Skyttunum 2-1 yfir í uppbótatíma seinni hálfleiks. Í aðdraganda marksins áttust Gabriel, leikmaður Arsenal og Jonny Evans varnarmaður Manchester United, við inn í vítateignum og vildu einhverjir meina að Gabriel hefði brotið á Evans og vildu að mark Rice stæði ekki. Declan Rice s goal#ARSMUN #Arsenal #ARSMNU pic.twitter.com/zDvQ7euonJ— Shazz (@ARS_Shazz) September 3, 2023 „Þetta hefði geta verið brot á hinn veginn,“ sagði Gallagher um atvikið þar sem að Evans hafi hrint Gabriel frá sér að lokum. „Þetta er erfið ákvörðun að taka en dómari leiksins er með fullkomið sjónarhorn á þetta. Hann hefði vel geta dæmt brot á Evans sem hefði þá orðið að vítaspyrnu fyrir Arsenal. Þá fór Gallagher einnig yfir atvik þar sem að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United sagði að Gabriel, varnarmaður Arsenal, hefði brotið á Rasmus Hojlund, sóknarmanni Manchester United innan vítateigs. „Það eru klárlega líkamleg átök þeirra á milli en varnarmaðurinn er bara of sterkur. Hojlund ýtir boltanum of langt frá sér og Gabriel heldur sinni stöðu, hann gerir ekkert rangt,“ segir Gallagher um atvikið. „Við sjáum svona atvik mjög oft og ég hefði verið agndofa ef Anthony Taylor (dómari leiksins) hafði dæmt brot á þetta.“ Átök milli Gabriel og Hojlund Gallagher fór einnig yfir rangstöðu sem dæmd var á Alejandro Garnacho, sóknarmann Manchester United eftir að hann kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma og virtist vera að tryggja Rauðu djöflunum 2-1 sigur. „Það er á svona stundum sem við sjáum til hvers við erum með VAR. Ef þeir teikna línur yfir völlinn og segja það rangstöðu, þá er það bara rangstaða. Þegar að þeir teiknuðu línurnar á völlinn sá maður að Gabriel hefur ekki hallað sér það langt fram til að teljast samhliða Garnacho.“ Still don't understand how Garnacho goal was an offside arsenal and Var really did us dirty. From Hojlund to Casemiro to Garnacho pic.twitter.com/Yl4fdWrYbE— Oxygen (@BahdTems) September 4, 2023 Nú tekur við landsleikjahlé í enska boltanum. Arsenal er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, Manchester United er í 11. sæti með 6 stig. Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Fjölmörg umdeild atvik komu upp í leiknum en Sky Sports fékk Dermot Gallagher, fyrrum dómara í ensku úrvalsdeildinni, til þess að leggja sitt mat á umrædd atvik. Fyrsta atvikið sem hann fór yfir var aðdragandi annars marks Arsenal í leiknum þegar að Declan Rice kom Skyttunum 2-1 yfir í uppbótatíma seinni hálfleiks. Í aðdraganda marksins áttust Gabriel, leikmaður Arsenal og Jonny Evans varnarmaður Manchester United, við inn í vítateignum og vildu einhverjir meina að Gabriel hefði brotið á Evans og vildu að mark Rice stæði ekki. Declan Rice s goal#ARSMUN #Arsenal #ARSMNU pic.twitter.com/zDvQ7euonJ— Shazz (@ARS_Shazz) September 3, 2023 „Þetta hefði geta verið brot á hinn veginn,“ sagði Gallagher um atvikið þar sem að Evans hafi hrint Gabriel frá sér að lokum. „Þetta er erfið ákvörðun að taka en dómari leiksins er með fullkomið sjónarhorn á þetta. Hann hefði vel geta dæmt brot á Evans sem hefði þá orðið að vítaspyrnu fyrir Arsenal. Þá fór Gallagher einnig yfir atvik þar sem að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United sagði að Gabriel, varnarmaður Arsenal, hefði brotið á Rasmus Hojlund, sóknarmanni Manchester United innan vítateigs. „Það eru klárlega líkamleg átök þeirra á milli en varnarmaðurinn er bara of sterkur. Hojlund ýtir boltanum of langt frá sér og Gabriel heldur sinni stöðu, hann gerir ekkert rangt,“ segir Gallagher um atvikið. „Við sjáum svona atvik mjög oft og ég hefði verið agndofa ef Anthony Taylor (dómari leiksins) hafði dæmt brot á þetta.“ Átök milli Gabriel og Hojlund Gallagher fór einnig yfir rangstöðu sem dæmd var á Alejandro Garnacho, sóknarmann Manchester United eftir að hann kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma og virtist vera að tryggja Rauðu djöflunum 2-1 sigur. „Það er á svona stundum sem við sjáum til hvers við erum með VAR. Ef þeir teikna línur yfir völlinn og segja það rangstöðu, þá er það bara rangstaða. Þegar að þeir teiknuðu línurnar á völlinn sá maður að Gabriel hefur ekki hallað sér það langt fram til að teljast samhliða Garnacho.“ Still don't understand how Garnacho goal was an offside arsenal and Var really did us dirty. From Hojlund to Casemiro to Garnacho pic.twitter.com/Yl4fdWrYbE— Oxygen (@BahdTems) September 4, 2023 Nú tekur við landsleikjahlé í enska boltanum. Arsenal er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, Manchester United er í 11. sæti með 6 stig.
Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira