Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. september 2023 17:35 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Málið varðar ferð tveggja sautján ára pilta á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við móður annars drengsins. Hún lýsti því hvernig lögreglan hefði veist að öðrum drengnum, syni hennar, sem er dökkur á hörund. Móðir hins drengsins sem lögreglan lét afskiptalausan greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hafa viðbrögð almennings verið mikil. Hún lýsir því hvernig lögregla hafi að ósekju fært vin sonar hennar upp að vegg og látið fíkniefnahund leita á honum. Móðir drengsins vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda son sinn. Hún sakar lögreglu um rasisma og hefur krafist skýringa á málinu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, frétti fyrst af málinu í morgun. „Við erum sannarlega að skoða þetta tilvik hér innanhúss og ég mun senda þessa kvörtun, þetta er klárlega kvörtun sem kemur þarna fram, ég hef auðvitað áhyggjur af henni og þykir þetta ekki gott,“ segir Úlfar og bætti við að lögreglan myndi hafa samband við forráðamenn drengsins. Margir hafa brugðist við færslu annars drengsins og segja vinnubrögð lögreglu ekki einsdæmi. Úlfar segist ekki kannast við kynþáttahatur innan lögreglunnar á Suðurnesjum. „Ég kannast nú ekki við það og það hefur nú ekki verið lenskan hér hjá þessu embætti. Allavega ekki þann tíma sem ég hef verið starfandi. Það hefur ekki verið vandamál. En þegar svona kemur upp þá er það auðvitað skylda mín sem lögreglustjóra er að fara vandlega yfir málið og það er það sem ég kem til með að gera,“ segir Úlfar. Lögreglan Reykjanesbær Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Málið varðar ferð tveggja sautján ára pilta á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við móður annars drengsins. Hún lýsti því hvernig lögreglan hefði veist að öðrum drengnum, syni hennar, sem er dökkur á hörund. Móðir hins drengsins sem lögreglan lét afskiptalausan greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hafa viðbrögð almennings verið mikil. Hún lýsir því hvernig lögregla hafi að ósekju fært vin sonar hennar upp að vegg og látið fíkniefnahund leita á honum. Móðir drengsins vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda son sinn. Hún sakar lögreglu um rasisma og hefur krafist skýringa á málinu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, frétti fyrst af málinu í morgun. „Við erum sannarlega að skoða þetta tilvik hér innanhúss og ég mun senda þessa kvörtun, þetta er klárlega kvörtun sem kemur þarna fram, ég hef auðvitað áhyggjur af henni og þykir þetta ekki gott,“ segir Úlfar og bætti við að lögreglan myndi hafa samband við forráðamenn drengsins. Margir hafa brugðist við færslu annars drengsins og segja vinnubrögð lögreglu ekki einsdæmi. Úlfar segist ekki kannast við kynþáttahatur innan lögreglunnar á Suðurnesjum. „Ég kannast nú ekki við það og það hefur nú ekki verið lenskan hér hjá þessu embætti. Allavega ekki þann tíma sem ég hef verið starfandi. Það hefur ekki verið vandamál. En þegar svona kemur upp þá er það auðvitað skylda mín sem lögreglustjóra er að fara vandlega yfir málið og það er það sem ég kem til með að gera,“ segir Úlfar.
Lögreglan Reykjanesbær Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira