Tími hænuskrefa er liðinn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 6. september 2023 09:01 Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á því að ganga einungis út frá því að hámarka ágóða óháð öllu öðru stenst einfaldlega ekki tímans tönn. Fyrsta skrefið sem mörg þessara fyrirtækja tóku í átt að ábyrgari viðskiptaháttum var að átta sig á því að það er mikilvægt að huga að siðferði þegar kemur að viðskiptum. Ekki þótti lengur í lagi að greiða mútur, stunda barnaþrælkun eða eiga viðskipti við lönd þar sem mannréttindi eru síendurtekið brotin. Næsta stóra skrefið var að bæta þau áhrif sem þessi fyrirtæki höfðu á umhverfið, með því að draga úr notkun og losun ýmissa eiturefna. Fyrirtækin tóku ekki alltaf þessi skref af sjálfsdáðum heldur þurfti oft lagabreytingar sem bönnuðu slíka hegðun. Í dag hafa mörg, sérstaklega stærri fyrirtæki, áttað sig á því að ef þau ætli sér að vera til staðar til framtíðar, þá þurfi þau að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg. Það dugar ekki að eingöngu brjóta ekki á réttindum, heldur þurfi fyrirtækin að taka markvissan þátt í að bæta það samfélag sem þau starfa í. Þetta á sérstaklega við í þeim löndum sem skemur eru komin á veg þegar kemur að mannréttindum og umhverfismálum. Þar er mikilvægt að sérstaklega alþjóðleg stórfyrirtækin taki markvissan og öflugan þátt í að styðja við uppbyggingu grunninnviða eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma hafa þessi fyrirtæki áttað sig á því að stærsta ógnin gegn velgengni þeirra í framtíðinni er það neyðarástand sem blasir við ef ríki heims uppfylli ekki þau skilyrði sem þau hafa sett sér í tengslum við loftslagsvánna. Þau hafa jafnframt áttað sig á því að það mun ekki gerast nema fyrirtækin sjálf stígi þau stóru skref sem þarf í átt að neikvæðri kolefnislosun. Fjöldi stórfyrirtækja hafa sett sér göfug markmið um kolefnishlutleysi eða jafnvel neikvæða losun, oft langt umfram það sem stjórnvöld í þeim löndum sem þau starfa í krefjast. Þessi fyrirtæki eru einnig mjög dugleg við að styðja við hvers konar rannsóknir og þróun á tækni til þess að draga úr kolefnislosun. Þar leita þau t.d. til landa eins og Íslands þar sem við erum með áhugaverða tækni, eins og CarbFix, í þróun. Það eru þó að sjálfsögðu ekki öll fyrirtæki sem hafa fylgt þessari framgöngu samfélagslegrar ábyrgðar. Mörg eru enn föst í fyrstu stigunum og þó svo að þau láti eitthvað gott af sér leiða til samfélagsins í kringum þau, t.d. fjármagna vatnsrennibraut í sundlaug bæjarins sem þau starfa í, þá er það enn mikilvægasta markmið stjórnendanna að hámarka það sem fer í vasa eigendanna en ekki stuðla að raunverulegri jákvæðri samfélagsþróun. Dæmi um raunverulega jákvæða samfélagsþróun væri t.d. samdráttur í útblæstri eða niðurgreiðsla sálfræðiskostnaðar starfsmanna. Þá eru því miður enn fjölmörg fyrirtæki sem ganga um auðlindir jarðarinnar eins og þær séu óendanlegar og í einkaeigu þeirra sjálfra. Sem samfélag þá er mikilvægt að sem flest fyrirtæki taki þátt í að skapa betri framtíð, hvort sem það er innan samfélagsins sem þau starfa í eða þegar kemur að því að tryggja framtíð barna okkar og barnabarna. Öll fyrirtæki á Íslandi ættu að setja sér markmið um kolefnishlutleysi og fara í aðgerðir til þess að tryggja að slíkt gerist á komandi áratug. Jafnframt ættu þau að horfa til þeirra samfélagslegu vandamála sem ríkið er ekki að ná að tækla og leggja sitt að mörkum, hvort sem það er í formi fjármagns, tíma starfsfólks, eða með því að gefa vöru eða þjónustu sína. Mörg fyrirtæki erlendis hafa tekið upp módel sem kennt er við SalesForce, svokallað 1% loforð (e: 1% pledge), þar sem fyrirtækið skuldbindur sig til að gefa 1% af hagnaði, 1% af tíma starfsmanna og 1% af vöruveltu til samfélagsins. Á endanum tryggir þetta nefnilega fyrirtækinu að það finnist enn viðskiptavinir þegar fram líða stundir. Ríkið getur tekið þátt í því að hvetja til slíkra breytinga, bæði með því að setja jákvæða og neikvæða hvata sem leiða til breytinga á hegðun. Slíka hvata þurfti til þess að draga úr mútugreiðslum og mannréttindabrotum á starfsfólki á sínum tíma. Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa hins vegar ákveðið að stíga þessi skref sjálfviljug og oft taka stærri skref en löndin sem þau starfa í hafa sett sér. Á Íslandi eru kjörin tækifæri fyrir atvinnulífið að taka þessi skref, hraðar en þau hænuskref sem ríkið er að taka. Hér á landi eru fjöldamörg stórfyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna sem geta, rétt eins og sumir kollegar þeirra vestanhafs, tryggt það að þessi nýi hugsunarháttur ryðji sér til rúms hér á landi. Því til stuðnings hafa fyrirtæki hér á landi búið sér til samstarfsvettvanga, Grænvang og UN Compact Iceland, þar sem þau miðla þekkingu um þau skref sem fyrirtæki eru að taka til þess að bæta það umhverfi sem þau starfa í. Það er von mín, að fyrirtæki taki forystu í því að tækla þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að örum breytingum bæði á loftslaginu og í samfélaginu. Ríkisstjórnir, bæði hér á landi og erlendis, hafa sýnt það að þær eru risaeðlur sem hreyfast hægt. Ef við viljum tryggja lífvænlega framtíð fyrir börn okkar og barnabörn, þá er það okkar, hvort sem við erum einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnmálamenn, að leggja okkar að mörkum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á því að ganga einungis út frá því að hámarka ágóða óháð öllu öðru stenst einfaldlega ekki tímans tönn. Fyrsta skrefið sem mörg þessara fyrirtækja tóku í átt að ábyrgari viðskiptaháttum var að átta sig á því að það er mikilvægt að huga að siðferði þegar kemur að viðskiptum. Ekki þótti lengur í lagi að greiða mútur, stunda barnaþrælkun eða eiga viðskipti við lönd þar sem mannréttindi eru síendurtekið brotin. Næsta stóra skrefið var að bæta þau áhrif sem þessi fyrirtæki höfðu á umhverfið, með því að draga úr notkun og losun ýmissa eiturefna. Fyrirtækin tóku ekki alltaf þessi skref af sjálfsdáðum heldur þurfti oft lagabreytingar sem bönnuðu slíka hegðun. Í dag hafa mörg, sérstaklega stærri fyrirtæki, áttað sig á því að ef þau ætli sér að vera til staðar til framtíðar, þá þurfi þau að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg. Það dugar ekki að eingöngu brjóta ekki á réttindum, heldur þurfi fyrirtækin að taka markvissan þátt í að bæta það samfélag sem þau starfa í. Þetta á sérstaklega við í þeim löndum sem skemur eru komin á veg þegar kemur að mannréttindum og umhverfismálum. Þar er mikilvægt að sérstaklega alþjóðleg stórfyrirtækin taki markvissan og öflugan þátt í að styðja við uppbyggingu grunninnviða eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma hafa þessi fyrirtæki áttað sig á því að stærsta ógnin gegn velgengni þeirra í framtíðinni er það neyðarástand sem blasir við ef ríki heims uppfylli ekki þau skilyrði sem þau hafa sett sér í tengslum við loftslagsvánna. Þau hafa jafnframt áttað sig á því að það mun ekki gerast nema fyrirtækin sjálf stígi þau stóru skref sem þarf í átt að neikvæðri kolefnislosun. Fjöldi stórfyrirtækja hafa sett sér göfug markmið um kolefnishlutleysi eða jafnvel neikvæða losun, oft langt umfram það sem stjórnvöld í þeim löndum sem þau starfa í krefjast. Þessi fyrirtæki eru einnig mjög dugleg við að styðja við hvers konar rannsóknir og þróun á tækni til þess að draga úr kolefnislosun. Þar leita þau t.d. til landa eins og Íslands þar sem við erum með áhugaverða tækni, eins og CarbFix, í þróun. Það eru þó að sjálfsögðu ekki öll fyrirtæki sem hafa fylgt þessari framgöngu samfélagslegrar ábyrgðar. Mörg eru enn föst í fyrstu stigunum og þó svo að þau láti eitthvað gott af sér leiða til samfélagsins í kringum þau, t.d. fjármagna vatnsrennibraut í sundlaug bæjarins sem þau starfa í, þá er það enn mikilvægasta markmið stjórnendanna að hámarka það sem fer í vasa eigendanna en ekki stuðla að raunverulegri jákvæðri samfélagsþróun. Dæmi um raunverulega jákvæða samfélagsþróun væri t.d. samdráttur í útblæstri eða niðurgreiðsla sálfræðiskostnaðar starfsmanna. Þá eru því miður enn fjölmörg fyrirtæki sem ganga um auðlindir jarðarinnar eins og þær séu óendanlegar og í einkaeigu þeirra sjálfra. Sem samfélag þá er mikilvægt að sem flest fyrirtæki taki þátt í að skapa betri framtíð, hvort sem það er innan samfélagsins sem þau starfa í eða þegar kemur að því að tryggja framtíð barna okkar og barnabarna. Öll fyrirtæki á Íslandi ættu að setja sér markmið um kolefnishlutleysi og fara í aðgerðir til þess að tryggja að slíkt gerist á komandi áratug. Jafnframt ættu þau að horfa til þeirra samfélagslegu vandamála sem ríkið er ekki að ná að tækla og leggja sitt að mörkum, hvort sem það er í formi fjármagns, tíma starfsfólks, eða með því að gefa vöru eða þjónustu sína. Mörg fyrirtæki erlendis hafa tekið upp módel sem kennt er við SalesForce, svokallað 1% loforð (e: 1% pledge), þar sem fyrirtækið skuldbindur sig til að gefa 1% af hagnaði, 1% af tíma starfsmanna og 1% af vöruveltu til samfélagsins. Á endanum tryggir þetta nefnilega fyrirtækinu að það finnist enn viðskiptavinir þegar fram líða stundir. Ríkið getur tekið þátt í því að hvetja til slíkra breytinga, bæði með því að setja jákvæða og neikvæða hvata sem leiða til breytinga á hegðun. Slíka hvata þurfti til þess að draga úr mútugreiðslum og mannréttindabrotum á starfsfólki á sínum tíma. Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa hins vegar ákveðið að stíga þessi skref sjálfviljug og oft taka stærri skref en löndin sem þau starfa í hafa sett sér. Á Íslandi eru kjörin tækifæri fyrir atvinnulífið að taka þessi skref, hraðar en þau hænuskref sem ríkið er að taka. Hér á landi eru fjöldamörg stórfyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna sem geta, rétt eins og sumir kollegar þeirra vestanhafs, tryggt það að þessi nýi hugsunarháttur ryðji sér til rúms hér á landi. Því til stuðnings hafa fyrirtæki hér á landi búið sér til samstarfsvettvanga, Grænvang og UN Compact Iceland, þar sem þau miðla þekkingu um þau skref sem fyrirtæki eru að taka til þess að bæta það umhverfi sem þau starfa í. Það er von mín, að fyrirtæki taki forystu í því að tækla þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að örum breytingum bæði á loftslaginu og í samfélaginu. Ríkisstjórnir, bæði hér á landi og erlendis, hafa sýnt það að þær eru risaeðlur sem hreyfast hægt. Ef við viljum tryggja lífvænlega framtíð fyrir börn okkar og barnabörn, þá er það okkar, hvort sem við erum einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnmálamenn, að leggja okkar að mörkum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun