Í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 6. september 2023 10:01 Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar. Ferðamenn vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu Samkvæmt rannsóknum m.a. á vegum erlendra bókunarfyrirtækja má sjá að meirihluti ferðamanna vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaða sem þeir ferðast til. Hvort þeim tekst það og vita hvernig það er gert er annað mál. Þetta felur hins vegar í sér að reyna að minnka neikvæð umhverfisáhrif, styðja við efnahag, menningu og samfélagið á áfangastað, heimsækja staði sem eru ekki þaulsetnir, minnka kolefnisfótsporið og leggja af mörkum til náttúrunnar, umhverfisins og dýralífsins. Samstarfsvettvangur til þess að stilla saman strengi Nú þegar ferðaþjónustan er kominn á skrið aftur er mikilvægt að eiga vettvang þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stillir saman strengi. Til þess að stuðla að sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar og vinna þannig í átt að sjálfbærni sem er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu. Til þess að þarf að vera samstarfsvettvangur þar sem umræða um gildi og þróun áfangastaðarins eru rædd. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónusta sem ætti að bjóða upp og já mögulega ekki bjóða upp á. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Stofan var var stofnuð á vormánuðum af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hennar er að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild. Efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Tökum þátt í samtalinu og samstarfinu Stofunni er m.a. ætlað að vera bæði markaðs- og áfangastaðastofa. Hún mun vinna að því að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn til ferðamanna og efla samkeppnishæfni hans í alþjóðlegri samkeppni. Stofan skal efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sérstaklega sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins en einnig eiga samtal við íbúa. Hún mun sinna bæði markaðs- og kynningarstarfi en einnig áfangastaðaþróun og þar með styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar og stuðla að fagmennsku. Við viljum því hvetja alla ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu að gerast aðili að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og taka þátt í samtalinu og samstarfinu um þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Ásamt því að vera virk í samfélagi, tengslastarfi og samstarfi aðila á svæðinu og skapa þannig aukinn slagkraft – í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar. Ferðamenn vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu Samkvæmt rannsóknum m.a. á vegum erlendra bókunarfyrirtækja má sjá að meirihluti ferðamanna vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaða sem þeir ferðast til. Hvort þeim tekst það og vita hvernig það er gert er annað mál. Þetta felur hins vegar í sér að reyna að minnka neikvæð umhverfisáhrif, styðja við efnahag, menningu og samfélagið á áfangastað, heimsækja staði sem eru ekki þaulsetnir, minnka kolefnisfótsporið og leggja af mörkum til náttúrunnar, umhverfisins og dýralífsins. Samstarfsvettvangur til þess að stilla saman strengi Nú þegar ferðaþjónustan er kominn á skrið aftur er mikilvægt að eiga vettvang þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stillir saman strengi. Til þess að stuðla að sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar og vinna þannig í átt að sjálfbærni sem er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu. Til þess að þarf að vera samstarfsvettvangur þar sem umræða um gildi og þróun áfangastaðarins eru rædd. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónusta sem ætti að bjóða upp og já mögulega ekki bjóða upp á. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Stofan var var stofnuð á vormánuðum af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hennar er að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild. Efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Tökum þátt í samtalinu og samstarfinu Stofunni er m.a. ætlað að vera bæði markaðs- og áfangastaðastofa. Hún mun vinna að því að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn til ferðamanna og efla samkeppnishæfni hans í alþjóðlegri samkeppni. Stofan skal efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sérstaklega sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins en einnig eiga samtal við íbúa. Hún mun sinna bæði markaðs- og kynningarstarfi en einnig áfangastaðaþróun og þar með styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar og stuðla að fagmennsku. Við viljum því hvetja alla ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu að gerast aðili að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og taka þátt í samtalinu og samstarfinu um þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Ásamt því að vera virk í samfélagi, tengslastarfi og samstarfi aðila á svæðinu og skapa þannig aukinn slagkraft – í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun