Fékk rautt klukkutíma eftir leik fyrir að kalla dómara „helvítis hálfvita“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 21:01 Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin. Vísir/Vilhelm Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu. Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira
Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51