Átak í húsnæðismálum og loftslagsmálum Aðalsteinn Ólafsson skrifar 7. september 2023 15:00 Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun