Ósátt við skólann eftir að persónuupplýsingar um soninn fóru á flakk Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 19:14 Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í stílabókinni. Vísir/Ívar Fannar Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á. Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif. Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif.
Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira