„Við þurfum að átta okkur á að í lífinu þá áttu stundum slæma daga“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 16:46 Åge Hareide er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir Åge Hareide segir mikilvægt að hlúa að leikmönnum sem gera mistök í leikjum. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Bosníu á morgun. Åge Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli í dag. Íslenska landsliðið mætir Bosníu og Hersegóvínu á morgun. Åge segist hafa búist við meiru af liðinu í leiknum gegn Lúxemborg. „Við bjuggumst við öðru af liðinu því við höfðum byggt góðan grunn heima gegn Slóvakíu og Portúgal. Stundum áttu svona leiki og vítaspyrnan í byrjun truflaði okkur. Við fundum ekki taktinn og gerðum ekki það sem við höfðum æft. Þegar allt brotnar í mola þá brotnar í mola. Þetta endaði með því að við sýndum slaka frammistöðu,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þó ánægður með karakter sem menn sýndu í leiknum. „Við þurfum að einblína á það jákvæða, sérstaklega karakterlega. Við hættum aldrei, bjuggum til færi og skoruðum eftir að við urðum einum færri. Stuðningsmennirnir eru svekktir og eiga rétt á því. Við munum reyna að bæta fyrir það á morgun.“ Veit ekki neitt verra en að tapa í fótbolta Åge er mikill keppnismaður og segist ekki vita neitt verra en að tapa í fótbolta. Hann sagði tapið hafa verið erfitt fyrir íslenska liðið. „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina sem gera mistök, við þurfum þá í framtíðinni. Þetta er erfitt fyrir allt liðið og þetta var þungt tap. Ef ég fer í það að gagnrýna leikmennina fyrir að vera slakir, það er mín ábyrgð að lyfta þeim upp og spila. Ég vel þá og þarf að styðja við bakið á þeim. Ég mun gera það og það allt til enda. Þetta hefur alltaf verið þannig að þetta eru leikmennirnir mínir og ég vil að þeir standi sig eins vel og þeir geta.“ Hareide kom einnig inn á þá leikmenn sem vantaði í liðið gegn Lúxemborg. „Við misstum Sverri sem stjórnanda í vörninni. Albert var einn þeirra sem lagði mest að sér í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal. Willum var frá líka. Ég vil hafa hóp af leikmönnum sem ég get valið úr. Ekki bara ellefu leikmenn heldur stærri hóp svo við ráðum við leikbönn sem maður fær.“ Willum Þór Willumsson var í leikbanni gegn Lúxemborg eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Portúgal. Þá gat Åge ekki valið Albert í hópinn og Sverrir Ingi Ingason glímir við meiðsli. Hareide sagði að liðið þyrfti að sýna góða frammistöðu svo hægt sé að setja kröfu um sigur. „Slæmar frammistöður gefa okkur ekki sjálfstraust, við þurfum góðar frammistöður og sigra til að lyfta liðinu. Allir tala um að við verðum að vinna. Fyrst af öllu þurfum við að sýna góða frammistöðu og þá getum við unnið. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa. Allir leikmenn þurfa að trúa á sjálfa sig og liðið þarf að hafa trá á hver öðrum.“ „Ég var með Kára í Malmö en hann er ekki hérna núna“ Hann sagði að breytingar yrðu á liðinu fyrir leikinn á morgun. Hörður Björgvin Magnússon er í leikbanni eftir rauða spjaldið gegn Lúxemborg. „Það verða breytingar en aðallega til að fá inn ferska fætur. Ég trúi á hópinn og ég þarf að sýna leikmönnunum það. Þegar er svona stutt á milli þarftu ferskar fætur. Við þurfum að nota hópinn því hinir eru æstir í að sýna hvað þeir geta og hafa gert góða hluti fyrir Ísland.“ Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska í leiknum gegn Lúsemborg. Umræða eftir leikinn snerist meðal annars um það að það vantaði meiri kraft í varnarleikinn. Kári Árnason var einn af þeim sem gagnrýndi varnarleik liðsins einna harðast en hann var sérfræðingur Stöð 2 Sport í umfjöllun um leikinn. „Á mismunandi tímum í fótbolta þá ertu með mismunandi leikmenn. Ég var með Kára í Malmö þannig að ég veit hvað ég gat fengið frá honum. Hann er ekki hérna núna þannig og við þurfum að nota þá leikmenn sem við höfum. Það er ekki eins og við séum tíu milljóna þjóð heldur bara 400 þúsund. Hvað varðar fjölda leikmanna er það öðruvísi miðað við aðra.“ Hareide ítrekaði að einblína þyrfti á styrkleika liðsins og góðar frammistöður sem liðið sýndi gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsleikjaglugga. „Við þurfum að átta okkur á að í lífinu þá áttu stundum slæma daga, jafnvel þú sem blaðamaður. Kannski. Við eigum slæma daga og daga þar sem hlutirnir ganga ekki eftir. Það er þannig á fótboltavellinum. Mestu skiptir að hlúa að þeim sem gera mistök og að þeim sem ráða ekki við stöðuna þann daginn.“ „Við erum eins og fjölskylda og leikmenn hafa átt í góðu sambandi í langan tíma. Þeir þekkja hvern annan vel og það er styrkleiki fyrir Ísland. Þó allir séu svekktir þá þurfum við að snúa bökum saman og það er engin of stór stjarna í þessum hópi. Þetta eru leikmenn sem vilja spila fyrir Ísland og standa sig.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Åge Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli í dag. Íslenska landsliðið mætir Bosníu og Hersegóvínu á morgun. Åge segist hafa búist við meiru af liðinu í leiknum gegn Lúxemborg. „Við bjuggumst við öðru af liðinu því við höfðum byggt góðan grunn heima gegn Slóvakíu og Portúgal. Stundum áttu svona leiki og vítaspyrnan í byrjun truflaði okkur. Við fundum ekki taktinn og gerðum ekki það sem við höfðum æft. Þegar allt brotnar í mola þá brotnar í mola. Þetta endaði með því að við sýndum slaka frammistöðu,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þó ánægður með karakter sem menn sýndu í leiknum. „Við þurfum að einblína á það jákvæða, sérstaklega karakterlega. Við hættum aldrei, bjuggum til færi og skoruðum eftir að við urðum einum færri. Stuðningsmennirnir eru svekktir og eiga rétt á því. Við munum reyna að bæta fyrir það á morgun.“ Veit ekki neitt verra en að tapa í fótbolta Åge er mikill keppnismaður og segist ekki vita neitt verra en að tapa í fótbolta. Hann sagði tapið hafa verið erfitt fyrir íslenska liðið. „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina sem gera mistök, við þurfum þá í framtíðinni. Þetta er erfitt fyrir allt liðið og þetta var þungt tap. Ef ég fer í það að gagnrýna leikmennina fyrir að vera slakir, það er mín ábyrgð að lyfta þeim upp og spila. Ég vel þá og þarf að styðja við bakið á þeim. Ég mun gera það og það allt til enda. Þetta hefur alltaf verið þannig að þetta eru leikmennirnir mínir og ég vil að þeir standi sig eins vel og þeir geta.“ Hareide kom einnig inn á þá leikmenn sem vantaði í liðið gegn Lúxemborg. „Við misstum Sverri sem stjórnanda í vörninni. Albert var einn þeirra sem lagði mest að sér í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal. Willum var frá líka. Ég vil hafa hóp af leikmönnum sem ég get valið úr. Ekki bara ellefu leikmenn heldur stærri hóp svo við ráðum við leikbönn sem maður fær.“ Willum Þór Willumsson var í leikbanni gegn Lúxemborg eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Portúgal. Þá gat Åge ekki valið Albert í hópinn og Sverrir Ingi Ingason glímir við meiðsli. Hareide sagði að liðið þyrfti að sýna góða frammistöðu svo hægt sé að setja kröfu um sigur. „Slæmar frammistöður gefa okkur ekki sjálfstraust, við þurfum góðar frammistöður og sigra til að lyfta liðinu. Allir tala um að við verðum að vinna. Fyrst af öllu þurfum við að sýna góða frammistöðu og þá getum við unnið. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa. Allir leikmenn þurfa að trúa á sjálfa sig og liðið þarf að hafa trá á hver öðrum.“ „Ég var með Kára í Malmö en hann er ekki hérna núna“ Hann sagði að breytingar yrðu á liðinu fyrir leikinn á morgun. Hörður Björgvin Magnússon er í leikbanni eftir rauða spjaldið gegn Lúxemborg. „Það verða breytingar en aðallega til að fá inn ferska fætur. Ég trúi á hópinn og ég þarf að sýna leikmönnunum það. Þegar er svona stutt á milli þarftu ferskar fætur. Við þurfum að nota hópinn því hinir eru æstir í að sýna hvað þeir geta og hafa gert góða hluti fyrir Ísland.“ Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska í leiknum gegn Lúsemborg. Umræða eftir leikinn snerist meðal annars um það að það vantaði meiri kraft í varnarleikinn. Kári Árnason var einn af þeim sem gagnrýndi varnarleik liðsins einna harðast en hann var sérfræðingur Stöð 2 Sport í umfjöllun um leikinn. „Á mismunandi tímum í fótbolta þá ertu með mismunandi leikmenn. Ég var með Kára í Malmö þannig að ég veit hvað ég gat fengið frá honum. Hann er ekki hérna núna þannig og við þurfum að nota þá leikmenn sem við höfum. Það er ekki eins og við séum tíu milljóna þjóð heldur bara 400 þúsund. Hvað varðar fjölda leikmanna er það öðruvísi miðað við aðra.“ Hareide ítrekaði að einblína þyrfti á styrkleika liðsins og góðar frammistöður sem liðið sýndi gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsleikjaglugga. „Við þurfum að átta okkur á að í lífinu þá áttu stundum slæma daga, jafnvel þú sem blaðamaður. Kannski. Við eigum slæma daga og daga þar sem hlutirnir ganga ekki eftir. Það er þannig á fótboltavellinum. Mestu skiptir að hlúa að þeim sem gera mistök og að þeim sem ráða ekki við stöðuna þann daginn.“ „Við erum eins og fjölskylda og leikmenn hafa átt í góðu sambandi í langan tíma. Þeir þekkja hvern annan vel og það er styrkleiki fyrir Ísland. Þó allir séu svekktir þá þurfum við að snúa bökum saman og það er engin of stór stjarna í þessum hópi. Þetta eru leikmenn sem vilja spila fyrir Ísland og standa sig.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti