Spilar ekki miðsvæðis með Man City og mun ekki gera það hjá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 13:30 Gareth Southgate og Phil Foden. Franco Romano/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma til greina að spila Phil Foden í gegnum miðjuna þar sem hann geri það ekki með félagsliði sínu, Manchester City. Þjálfarinn svaraði spurningum blaðamanna í aðdraganda vináttuleik Englands og Skotlands. Enska liðið gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni EM á dögunum og segja má að liðið hafi verið heldur bitlaust. Southgate var spurður út í það sem og ummæli sem hinn 23 ára gamli Foden lét falla fyrr á árinu þegar hann sagðist sjá fyrir sér að spila miðsvæðis síðar á ferli sínum. "He doesn't [play centrally] for his club, so presumably there's a reason for that."#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 „Hann spilar ekki þar fyrir félagslið sitt og það er væntanlega ástæða fyrir því. Það vilja allir tala um hvernig það er að vera með boltann miðsvæðis en það eru mörg smáatriði sem huga þarf að án bolta.“ „Í leikjum eins og um helgina (gegn Úkraínu) ertu að spila við lið sem eru mjög klók hvað varðar sendingar og hreyfingu án bolta. Þú þarft ávallt að vera rétt staðsettur þegar kemur að hvernig þú pressar. Ef þú gerir það ekki þá nærðu engu flæði í leik þinn, það verður ekkert flæði.“ „Þú verður að tala við Pep Guardiola, sem er besti þjálfari í heimi, og hverjir spila út á væng hjá honum. Hann hefur frjálsræði til að hreyfa sig þegar hann spilar út á væng og það er mikilvægt.“ 'England manger has claimed Foden cannot play in the middle for the big games and told anybody who disagrees - just ask Pep' @Matt_Law_DT#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) September 11, 2023 Þá tók Southgate ekki í mál að Foden væri að spila miðsvæðis fyrir Man City eftir meiðsli Kevin de Bruyne. „Hann var úti hægra megin gegn Newcastle United. Foden varðist úti hægra megin í 4-4-2 leikkerfi. Með boltann þá dró hann sig inn á völlinn og Kyle Walker kom utan á til að halda breidd. Hann fékk boltann miðsvæðis en byrjunarstaða hans var úti hægra megin. Hvað varðar taktík og staðsetningar þá var hann að koma inn af hægri vængnum,“ sagði Southgate áður en hann hrósaði Foden og sagði enska teymið ánægt með hans frammistöður. „Hann er aðeins 23 ára gamall og þegar mjög reynslumikill. Hann er enn að þróa sinn leik og að læra en hann er frábær leikmaður fyrir okkur, engin spurning um það.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Þjálfarinn svaraði spurningum blaðamanna í aðdraganda vináttuleik Englands og Skotlands. Enska liðið gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni EM á dögunum og segja má að liðið hafi verið heldur bitlaust. Southgate var spurður út í það sem og ummæli sem hinn 23 ára gamli Foden lét falla fyrr á árinu þegar hann sagðist sjá fyrir sér að spila miðsvæðis síðar á ferli sínum. "He doesn't [play centrally] for his club, so presumably there's a reason for that."#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 „Hann spilar ekki þar fyrir félagslið sitt og það er væntanlega ástæða fyrir því. Það vilja allir tala um hvernig það er að vera með boltann miðsvæðis en það eru mörg smáatriði sem huga þarf að án bolta.“ „Í leikjum eins og um helgina (gegn Úkraínu) ertu að spila við lið sem eru mjög klók hvað varðar sendingar og hreyfingu án bolta. Þú þarft ávallt að vera rétt staðsettur þegar kemur að hvernig þú pressar. Ef þú gerir það ekki þá nærðu engu flæði í leik þinn, það verður ekkert flæði.“ „Þú verður að tala við Pep Guardiola, sem er besti þjálfari í heimi, og hverjir spila út á væng hjá honum. Hann hefur frjálsræði til að hreyfa sig þegar hann spilar út á væng og það er mikilvægt.“ 'England manger has claimed Foden cannot play in the middle for the big games and told anybody who disagrees - just ask Pep' @Matt_Law_DT#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) September 11, 2023 Þá tók Southgate ekki í mál að Foden væri að spila miðsvæðis fyrir Man City eftir meiðsli Kevin de Bruyne. „Hann var úti hægra megin gegn Newcastle United. Foden varðist úti hægra megin í 4-4-2 leikkerfi. Með boltann þá dró hann sig inn á völlinn og Kyle Walker kom utan á til að halda breidd. Hann fékk boltann miðsvæðis en byrjunarstaða hans var úti hægra megin. Hvað varðar taktík og staðsetningar þá var hann að koma inn af hægri vængnum,“ sagði Southgate áður en hann hrósaði Foden og sagði enska teymið ánægt með hans frammistöður. „Hann er aðeins 23 ára gamall og þegar mjög reynslumikill. Hann er enn að þróa sinn leik og að læra en hann er frábær leikmaður fyrir okkur, engin spurning um það.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira