Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2023 08:58 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Þar segir að ekkert Evrópuríki sem tölur ná til hafi haft meiri hagvöxt á fyrri helmingi ársins en Ísland. Hröðum vexti hafa fylgt mikil umsvif á vinnumarkaði, en atvinnuleysi sé hverfandi og starfandi fólki hefur fjölgað um ríflega 30 þúsund frá síðustu mánuðum ársins 2020 Forgangsröðun í þágu mikilvægra innviða og almannaþjónustu einkennir komandi ár þar sem ríkið heldur áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Frumjöfnuður hátt í 100 milljörðum króna betri en áætlað var Gert er ráð fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs í ár verði hátt í 100 milljörðum króna betri en áætlað var við samþykkt fjárlaga yfirstandandi árs en þannig verða tekjur 50 milljörðum meiri en útgjöld að frádregnum vaxtagjöldum og vaxtatekjum. Frumjöfnuður var þegar orðinn jákvæður í fyrra, í fyrsta sinn frá árinu 2019, og nemur batinn yfir 190 ma.kr. á milli áranna 2021 og 2022. Ekki eru mörg dæmi í hagsögu Íslands þar sem jafn mikill bati hefur átt sér stað milli ára, að því er segir í tilkynningunni. Gert er ráð fyrir að frumjöfnuðurinn haldi áfram að batna árið 2024 þegar leiðrétt er fyrir liðum sem skekkja samanburðinn við yfirstandandi ár, á borð við einskiptistekjur vegna sölu Landsvirkjunar á Landsneti í lok síðasta árs. Ef haldið er áfram á sömu braut er færi á að heildarjöfnuður verði jákvæður áður en langt um líður. Stutt við heimili samhliða betri afkomu Á sama tíma og afkoman batnar til muna hefur verið lögð áhersla á að verja kaupmátt fólks og styrkja húsnæðis- og barnabótakerfin, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Þar segir að sú breyting á tekjuskatti sem tekin var upp í áföngum á árunum 2020–2022 hafi ótvírætt sannað gildi sitt. Kerfið stuðli að bættum kaupmætti heimilanna, ekki síst þeirra sem eru með lægstar tekjur. Í ársbyrjun sé gert ráð fyrir að persónuafsláttur hækki um rúmlega 5 þúsund kr. á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund kr. Einstaklingur með 500 þúsund í mánaðartekjur mun því greiða ríflega 7 þúsund kr. minna í skatt í janúar 2024 heldur en hann gerði í desember 2023. 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi „Seinna skrefið í nýju barnabótakerfi tekur gildi í ársbyrjun. Breytingarnar sem hafa verið innleiddar undanfarin tvö ár hafa tryggt 3.000 fleiri fjölskyldum barnabætur en raunin hefði verið í óbreyttu kerfi. Nýju fyrirkomulagi fylgir einnig töluvert hagræði fyrir barnafjölskyldur með því að teknar eru upp samtímagreiðslur barnabóta,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld hafi sömuleiðis lagt áherslu á að verja kaupmátt bóta almannatrygginga undanfarin ár. Því til marks hafi verið tekin sérstök ákvörðun um að hækka bætur, umfram hækkun í fjárlögum, um mitt ár 2022 og 2023 til að milda áhrif verðbólgu á tekjulága hópa. Áhersla á aðhald Ríkissjóður hefur staðið gegn vexti eftirspurnar og verðbólgu síðastliðin tvö ár og útlit er fyrir að svo verði enn á næsta ári þegar áhrif efnahagslega aðhaldsins koma fram í auknum mæli, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Til viðbótar við mikinn viðsnúning síðustu misseri eru 17 milljarða ráðstafanir útfærðar í frumvarpinu til að hægja á vexti útgjalda. Þar af er gert ráð fyrir að launakostnaður stofnana lækki um 5 milljarða króna. Vörður verður þó áfram staðinn um framlínustarfsemi, m.a. á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála.“ Þá lækki önnur rekstrargjöld á borð við ferðakostnað, auk þess sem stefnt er á að hagræða um 4 milljarða með hagkvæmari opinberum innkaupum. Enn fremur sé aukið á aðhald innan ráðuneyta og dregið úr nýjum verkefnum – og að með því náist allt að 8 milljarða hagræðing. Breytt gjaldtaka af ökutækjum og umferð „Samhliða aðhaldi í útgjöldum er ráðist í nokkrar aðgerðir á tekjuhlið ríkisfjármálanna. Nefna má að fyrsta skrefið verður tekið í breyttri gjaldtöku af ökutækjum og umferð á nýju ári, líkt og boðað hefur verið. Innleitt verður nýtt, einfaldara og sanngjarnara kerfi þar sem greiðslur eru í auknum mæli tengdar notkun svo hægt verði að standa að metnaðarfullri uppbyggingu samhliða nauðsynlegu viðhaldi vegakerfisins.“ Tengd skjöl Frumvarp_til_fjárlaga_2024PDF12.5MBSækja skjal Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Þar segir að ekkert Evrópuríki sem tölur ná til hafi haft meiri hagvöxt á fyrri helmingi ársins en Ísland. Hröðum vexti hafa fylgt mikil umsvif á vinnumarkaði, en atvinnuleysi sé hverfandi og starfandi fólki hefur fjölgað um ríflega 30 þúsund frá síðustu mánuðum ársins 2020 Forgangsröðun í þágu mikilvægra innviða og almannaþjónustu einkennir komandi ár þar sem ríkið heldur áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Frumjöfnuður hátt í 100 milljörðum króna betri en áætlað var Gert er ráð fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs í ár verði hátt í 100 milljörðum króna betri en áætlað var við samþykkt fjárlaga yfirstandandi árs en þannig verða tekjur 50 milljörðum meiri en útgjöld að frádregnum vaxtagjöldum og vaxtatekjum. Frumjöfnuður var þegar orðinn jákvæður í fyrra, í fyrsta sinn frá árinu 2019, og nemur batinn yfir 190 ma.kr. á milli áranna 2021 og 2022. Ekki eru mörg dæmi í hagsögu Íslands þar sem jafn mikill bati hefur átt sér stað milli ára, að því er segir í tilkynningunni. Gert er ráð fyrir að frumjöfnuðurinn haldi áfram að batna árið 2024 þegar leiðrétt er fyrir liðum sem skekkja samanburðinn við yfirstandandi ár, á borð við einskiptistekjur vegna sölu Landsvirkjunar á Landsneti í lok síðasta árs. Ef haldið er áfram á sömu braut er færi á að heildarjöfnuður verði jákvæður áður en langt um líður. Stutt við heimili samhliða betri afkomu Á sama tíma og afkoman batnar til muna hefur verið lögð áhersla á að verja kaupmátt fólks og styrkja húsnæðis- og barnabótakerfin, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Þar segir að sú breyting á tekjuskatti sem tekin var upp í áföngum á árunum 2020–2022 hafi ótvírætt sannað gildi sitt. Kerfið stuðli að bættum kaupmætti heimilanna, ekki síst þeirra sem eru með lægstar tekjur. Í ársbyrjun sé gert ráð fyrir að persónuafsláttur hækki um rúmlega 5 þúsund kr. á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund kr. Einstaklingur með 500 þúsund í mánaðartekjur mun því greiða ríflega 7 þúsund kr. minna í skatt í janúar 2024 heldur en hann gerði í desember 2023. 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi „Seinna skrefið í nýju barnabótakerfi tekur gildi í ársbyrjun. Breytingarnar sem hafa verið innleiddar undanfarin tvö ár hafa tryggt 3.000 fleiri fjölskyldum barnabætur en raunin hefði verið í óbreyttu kerfi. Nýju fyrirkomulagi fylgir einnig töluvert hagræði fyrir barnafjölskyldur með því að teknar eru upp samtímagreiðslur barnabóta,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld hafi sömuleiðis lagt áherslu á að verja kaupmátt bóta almannatrygginga undanfarin ár. Því til marks hafi verið tekin sérstök ákvörðun um að hækka bætur, umfram hækkun í fjárlögum, um mitt ár 2022 og 2023 til að milda áhrif verðbólgu á tekjulága hópa. Áhersla á aðhald Ríkissjóður hefur staðið gegn vexti eftirspurnar og verðbólgu síðastliðin tvö ár og útlit er fyrir að svo verði enn á næsta ári þegar áhrif efnahagslega aðhaldsins koma fram í auknum mæli, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Til viðbótar við mikinn viðsnúning síðustu misseri eru 17 milljarða ráðstafanir útfærðar í frumvarpinu til að hægja á vexti útgjalda. Þar af er gert ráð fyrir að launakostnaður stofnana lækki um 5 milljarða króna. Vörður verður þó áfram staðinn um framlínustarfsemi, m.a. á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála.“ Þá lækki önnur rekstrargjöld á borð við ferðakostnað, auk þess sem stefnt er á að hagræða um 4 milljarða með hagkvæmari opinberum innkaupum. Enn fremur sé aukið á aðhald innan ráðuneyta og dregið úr nýjum verkefnum – og að með því náist allt að 8 milljarða hagræðing. Breytt gjaldtaka af ökutækjum og umferð „Samhliða aðhaldi í útgjöldum er ráðist í nokkrar aðgerðir á tekjuhlið ríkisfjármálanna. Nefna má að fyrsta skrefið verður tekið í breyttri gjaldtöku af ökutækjum og umferð á nýju ári, líkt og boðað hefur verið. Innleitt verður nýtt, einfaldara og sanngjarnara kerfi þar sem greiðslur eru í auknum mæli tengdar notkun svo hægt verði að standa að metnaðarfullri uppbyggingu samhliða nauðsynlegu viðhaldi vegakerfisins.“ Tengd skjöl Frumvarp_til_fjárlaga_2024PDF12.5MBSækja skjal
Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira