Skoðun nemanda á umræðunni um farsímabann Daníel Þröstur Pálsson skrifar 14. september 2023 07:30 Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun