Þar varð árekstur sendibifreiðar og skotbómulyftara, en tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23.
Ökumaður sendibifreiðarinnar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Fréttamaður Vísis var á meðal vitna í Lækjargötu í gær þar sem sjá mátti að gaffall framan á lyftaranum var niðri og hafði farið inn í framhluta sendibifreiðarinnar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.