Í tilkynningu segir að Hjálmar komi inn í framkvæmdastjórn félagsins en hann hefur starfað hjá ON síðustu níu ár.
Fram kemur að hið nýja svið muni sinna orkumiðlun, orkukaupum, samningum við stórnotendur, öflun nýrra viðskiptatækifæra á stórnotendamarkaði, uppbyggingu Jarðhitagarðs ON og hinum ýmsu greiningum á raforkumarkaði.
Haft er eftir Hjálmari Helga að þetta brýni ON enn frekar í þeirri vegferð sem félagið hafi verið á enda mikið af tækifærum sem þarna felist. „Eitt þeirra felst í uppbyggingu Jarðhitagarðs ON. Um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir hjá Climeworks í garðinum en auk þess er metnaðarfull vinna við framtíðarstefnumótun garðsins í fullum gangi. Það eru því vissulega spennandi tímar framundan hjá Orku náttúrunnar,“ segir Hjálmar Helgi.