Nemendur urðu vitni að slysinu í kennslustund Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 14:02 Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík segir nemendur og kennara harmi slegna vegna málsins. Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík sem sátu í tíma í Miðbæjarskólanum urðu vitni að umferðarslysinu sem varð á Lækjargötu í gær þar sem ökumaður sendiferðabíls lést. Skólastjóri segir nemendur og starfsfólk harmi slegið vegna málsins og er nemendum boðið upp á áfallahjálp. „Það voru nemendur sem urðu vitni að slysinu og meðal annars nemendur sem voru í tíma hjá kennara, sem tók þau bara í fangið og fór með þau inn í stofu og ræddi við þau og veitti stuðning eins og hún gat,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í samtali við Vísi. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23 í gær. Þar varð árekstur sendibíls og skotbómulyftara og lést ökumaður sendibílsins, karlmaður á fertugsaldri. Kolfinna segir fleiri nemendur skólans auk þess hafa orðið vitni að slysinu, enda hafi það átt sér stað mjög nálægt skólanum. Stjórnendur hafa unnið eftir viðbragðsáætlun vegna málsins. „Í þessu tilviki funduðum við stjórnendur um málið og höfðum samband við Rauða krossinn um svona leiðbeiningar varðandi áfallahjálp í svona tilvikum og sendum síðan póst á foreldra og létum vita að einhverjir nemendur höfðu orðið vitni að slysinu og að við myndum bjóða þeim nemendum áfallahjálp sem þurfa þess.“ Þá hafi nemendum verið sendur bæklingur frá Rauða krossinum með leiðbeiningum og þeir hvattir til að leita til skólastjórnenda þurfi þeir á áfallahjálp að halda vegna málsins. Nemendur og kennarar eru slegnir? „Já. Við erum öll slegin yfir þessu hræðilega slysi og það er náttúrulega hluti af viðbrögðunum, að auðvitað hlúa að nemendum og okkur sjálfum og auðvitað hugsum við með hlýju og kærleik til aðstandenda og þeirra sem tengjast slysinu.“ Að sögn Kolfinnu féll tími niður í morgun hjá kennaranum sem var með nemendum sem urðu vitni að slysinu úr kennslustofu í Miðbæjarskólanum. Að öðru leyti hafi skólahald farið fram með eðlilegum hætti. Samgönguslys Framhaldsskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Það voru nemendur sem urðu vitni að slysinu og meðal annars nemendur sem voru í tíma hjá kennara, sem tók þau bara í fangið og fór með þau inn í stofu og ræddi við þau og veitti stuðning eins og hún gat,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í samtali við Vísi. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23 í gær. Þar varð árekstur sendibíls og skotbómulyftara og lést ökumaður sendibílsins, karlmaður á fertugsaldri. Kolfinna segir fleiri nemendur skólans auk þess hafa orðið vitni að slysinu, enda hafi það átt sér stað mjög nálægt skólanum. Stjórnendur hafa unnið eftir viðbragðsáætlun vegna málsins. „Í þessu tilviki funduðum við stjórnendur um málið og höfðum samband við Rauða krossinn um svona leiðbeiningar varðandi áfallahjálp í svona tilvikum og sendum síðan póst á foreldra og létum vita að einhverjir nemendur höfðu orðið vitni að slysinu og að við myndum bjóða þeim nemendum áfallahjálp sem þurfa þess.“ Þá hafi nemendum verið sendur bæklingur frá Rauða krossinum með leiðbeiningum og þeir hvattir til að leita til skólastjórnenda þurfi þeir á áfallahjálp að halda vegna málsins. Nemendur og kennarar eru slegnir? „Já. Við erum öll slegin yfir þessu hræðilega slysi og það er náttúrulega hluti af viðbrögðunum, að auðvitað hlúa að nemendum og okkur sjálfum og auðvitað hugsum við með hlýju og kærleik til aðstandenda og þeirra sem tengjast slysinu.“ Að sögn Kolfinnu féll tími niður í morgun hjá kennaranum sem var með nemendum sem urðu vitni að slysinu úr kennslustofu í Miðbæjarskólanum. Að öðru leyti hafi skólahald farið fram með eðlilegum hætti.
Samgönguslys Framhaldsskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira