Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. september 2023 07:01 Það er bara mannlegt að upplifa smá höfnun í kjölfar atvinnuviðtala þegar einhver annar hreppir starfið eða störfin sem við vorum að sækja um. En þá er spurning um að nýta okkur vegferðina í okkar þágu. Vísir/Getty Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: Ekki hafa áhyggjur, það er bara eitthvað annað og betra sem bíður. Þeirra missir. Það kemur eitthvað nýtt upp. Bara jákvætt að hafa komist í viðtal….. ….og svo framvegis og svo framvegis. Skynsemin í okkur segir líka að þótt við séum í atvinnuleit, verðum spennt að vera boðuð í viðtal og ofur-spennt yfir þeirri tilhugsun að fá starfið, séu auðvitað alltaf líkur á að einhver annar fái þá ráðningu og því ekkert annað að gera í stöðunni en að halda áfram og sækja um fleiri störf. En….auðvitað værum við ekki mannleg ef við yrðum líka svolítið sár. Ein leið til að fyrirbyggja þessa tilfinningu er að vera ákveðin í því fyrirfram að ætla að læra sem mest af þeirri vegferð að vera í atvinnuleit, þar sem „höfnun“ í kjölfar atvinnuviðtals getur verið hluti af vegferðinni. Hér eru nokkur atriði sem gætu hjálpað: Jákvæð endurgjöf ráðningaaðila Stundum erum við í þannig sambandi við ráðningaþjónustuna að við getum óskað eftir því við ráðgjafann sem boðaði okkur í viðtal að gefa okkur jákvæða endurgjöf á viðtalið. Hvað gekk vel og hvað við hefðum mátt hafa í huga? Þetta á kannski helst við ef það er þá ráðningaþjónusta í samstarfi við vinnuveitandann en mikilvægt er að þegar að við óskum eftir þessari jákvæðu endurgjöf, þá óskum við eftir henni á jákvæðum forsendum en ekki eins og við séum sár eða að upplifa höfnun. Því til að draga það besta fram, er líklegasta leiðin að vera það jákvæð sjálf að viðkomandi ráðgjafi átti sig á því að þitt markmið sé að læra af viðtalinu. Þitt innsæi, þitt mat Næst er að taka þetta sama samtal við okkur sjálf og fara yfir atvinnuviðtalið frá a-ö. Hvað getum við lært meira af því? Hvað vorum við til dæmis ánægðust með? Hverju erum við stoltust af úr viðtalinu? Hvað værum við til í að gera öðruvísi næst? Hvað segir innsæið okkar um hvernig til tókst? Hér skiptir miklu máli að velta aðeins fyrir okkur hvernig okkur líður og hvað okkur fannst ganga vel og svo framvegis. Við erum ekki að velta fyrir okkur hugsunum þeirra sem voru á fundinum með okkur. Innsæið þitt og sannleikurinn Næst er það að velta fyrir okkur starfinu sem við vorum að sækja um og hvað innsæið okkar var að segja okkur um þá umsókn yfir höfuð. Því oft verðum við svo ánægð að vera yfir höfuð boðuð í viðtal fyrir spennandi starf, að við eiginlega gleymum því að velta því mjög mikið fyrir okkur hvort þetta hafi raunverulega verið starfið sem okkur langaði til að vera ráðin í? Stundum vitum við það nefnilega innst inni að svo er ekki og í stað þess að upplifa höfnun eftir viðtal, er gott að fara í gegnum þetta atriði því oft kemur í ljós að þetta var ekkert endilega 100% það sem okkur langaði í starfslega séð. Heldur var þetta fyrst og fremst spurning um að geta ráðið okkur sem fyrst og/eða að þetta leit vel út ásýndarlega. En hvað vilt þú í raun og veru? Stóri lærdómurinn Næst er það sjálfsmatið okkar. Því það að upplifa höfnun í kjölfar atvinnuviðtala segir okkur líka svolítið hvar við erum stödd í sjálfsmati. Ef höfnunartilfinningin er sterk og okkur finnst virkilega erfitt að takast á við hana, er spurning um hvort það sé ekki ástæða fyrir okkur að fara í einhvers konar sjálfsuppbyggingu. Því þegar að sjálfsmatið okkar er gott og sjálfstraustið okkar upp á það besta, eru minni líkur og jafnvel litlar líkur á því að við séum að upplifa höfnun í kjölfar atvinnuviðtala. Nema þá kannski bara í örstutta stund og síðan er það bara búið. Jafnvel annað starf sem við komum auga á strax…. Þannig að lokaráðið til að takast á við höfnunartilfinninguna er að vera svo ákveðin í því að læra sem mest í þeirri vegferð sem atvinnuleitin er, að við stöndum alltaf uppi sem sigurvegarar og sterkari en nokkru sinni fyrr! Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Algeng mistök sem fólk gerir þegar það sækir um starf og góð ráð Það getur verið hægara sagt en gert að skara fram úr í vænum bunka af umsóknum um frábært starf. Og þá skiptir máli að gera ekki mistök. 20. október 2022 07:00 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Ekki hafa áhyggjur, það er bara eitthvað annað og betra sem bíður. Þeirra missir. Það kemur eitthvað nýtt upp. Bara jákvætt að hafa komist í viðtal….. ….og svo framvegis og svo framvegis. Skynsemin í okkur segir líka að þótt við séum í atvinnuleit, verðum spennt að vera boðuð í viðtal og ofur-spennt yfir þeirri tilhugsun að fá starfið, séu auðvitað alltaf líkur á að einhver annar fái þá ráðningu og því ekkert annað að gera í stöðunni en að halda áfram og sækja um fleiri störf. En….auðvitað værum við ekki mannleg ef við yrðum líka svolítið sár. Ein leið til að fyrirbyggja þessa tilfinningu er að vera ákveðin í því fyrirfram að ætla að læra sem mest af þeirri vegferð að vera í atvinnuleit, þar sem „höfnun“ í kjölfar atvinnuviðtals getur verið hluti af vegferðinni. Hér eru nokkur atriði sem gætu hjálpað: Jákvæð endurgjöf ráðningaaðila Stundum erum við í þannig sambandi við ráðningaþjónustuna að við getum óskað eftir því við ráðgjafann sem boðaði okkur í viðtal að gefa okkur jákvæða endurgjöf á viðtalið. Hvað gekk vel og hvað við hefðum mátt hafa í huga? Þetta á kannski helst við ef það er þá ráðningaþjónusta í samstarfi við vinnuveitandann en mikilvægt er að þegar að við óskum eftir þessari jákvæðu endurgjöf, þá óskum við eftir henni á jákvæðum forsendum en ekki eins og við séum sár eða að upplifa höfnun. Því til að draga það besta fram, er líklegasta leiðin að vera það jákvæð sjálf að viðkomandi ráðgjafi átti sig á því að þitt markmið sé að læra af viðtalinu. Þitt innsæi, þitt mat Næst er að taka þetta sama samtal við okkur sjálf og fara yfir atvinnuviðtalið frá a-ö. Hvað getum við lært meira af því? Hvað vorum við til dæmis ánægðust með? Hverju erum við stoltust af úr viðtalinu? Hvað værum við til í að gera öðruvísi næst? Hvað segir innsæið okkar um hvernig til tókst? Hér skiptir miklu máli að velta aðeins fyrir okkur hvernig okkur líður og hvað okkur fannst ganga vel og svo framvegis. Við erum ekki að velta fyrir okkur hugsunum þeirra sem voru á fundinum með okkur. Innsæið þitt og sannleikurinn Næst er það að velta fyrir okkur starfinu sem við vorum að sækja um og hvað innsæið okkar var að segja okkur um þá umsókn yfir höfuð. Því oft verðum við svo ánægð að vera yfir höfuð boðuð í viðtal fyrir spennandi starf, að við eiginlega gleymum því að velta því mjög mikið fyrir okkur hvort þetta hafi raunverulega verið starfið sem okkur langaði til að vera ráðin í? Stundum vitum við það nefnilega innst inni að svo er ekki og í stað þess að upplifa höfnun eftir viðtal, er gott að fara í gegnum þetta atriði því oft kemur í ljós að þetta var ekkert endilega 100% það sem okkur langaði í starfslega séð. Heldur var þetta fyrst og fremst spurning um að geta ráðið okkur sem fyrst og/eða að þetta leit vel út ásýndarlega. En hvað vilt þú í raun og veru? Stóri lærdómurinn Næst er það sjálfsmatið okkar. Því það að upplifa höfnun í kjölfar atvinnuviðtala segir okkur líka svolítið hvar við erum stödd í sjálfsmati. Ef höfnunartilfinningin er sterk og okkur finnst virkilega erfitt að takast á við hana, er spurning um hvort það sé ekki ástæða fyrir okkur að fara í einhvers konar sjálfsuppbyggingu. Því þegar að sjálfsmatið okkar er gott og sjálfstraustið okkar upp á það besta, eru minni líkur og jafnvel litlar líkur á því að við séum að upplifa höfnun í kjölfar atvinnuviðtala. Nema þá kannski bara í örstutta stund og síðan er það bara búið. Jafnvel annað starf sem við komum auga á strax…. Þannig að lokaráðið til að takast á við höfnunartilfinninguna er að vera svo ákveðin í því að læra sem mest í þeirri vegferð sem atvinnuleitin er, að við stöndum alltaf uppi sem sigurvegarar og sterkari en nokkru sinni fyrr!
Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Algeng mistök sem fólk gerir þegar það sækir um starf og góð ráð Það getur verið hægara sagt en gert að skara fram úr í vænum bunka af umsóknum um frábært starf. Og þá skiptir máli að gera ekki mistök. 20. október 2022 07:00 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Algeng mistök sem fólk gerir þegar það sækir um starf og góð ráð Það getur verið hægara sagt en gert að skara fram úr í vænum bunka af umsóknum um frábært starf. Og þá skiptir máli að gera ekki mistök. 20. október 2022 07:00
Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01
Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00
Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01