Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 16:56 Þetta plakat er meðal þess sem sagt er tekið út úr samhengi. Stöð 2/Sigurjón Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34
„Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00