Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við einnig við hóp fólks sem hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða. Fólkið gagnrýnir skort á svörum frá borginni harðlega og kallar enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu fyrir hjólhýsabyggð.
Og við lítum til hjá konu á tíræðisaldri sem fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vikunni. Hún hvetur fólk til að njóta lífsins, hlusta á tónlist og fá sér tattú.
Þá verður rætt við hjón sem búa í gömlum olíutanki á Rifi í Snæfellsbæ.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.