Það var Xavi Simmons sem kom Leipzig yfir gegn Augsburg strax á sjöundu mínútu áður en Lois Openda tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum síðar.
David Raum skoraði svo þriðja mark liðsins á 27. mínútu og þar við sat. Leipzig er því með níu stig eftir fjóra leiki, einu stigi á eftir toppliðunum Bayern München og Bayer Leverkusen, og liðið hefur unnið þrjá leiki í röð.
Augsburg situr hins vegar í tólfta sæti með tvö stig.
Þá vann Dortmund nauman 4-2 útisigur gegn Freiburg þar sem Mats Hummels og Marco Reus snéru taflinu við fyrir gestina.
Að lokum vann Hoffenheim 3-1 sigur gegn Köln, Stuttgart vann 3-1 sigur gegn Mainz og Wolfsburg vann 2-1 sigur gegn Union berlin.