Átján störf fylgja varðskipinu Freyju á Siglufirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2023 13:30 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sem er mjög ánægð með að varðskipið Freyja sé með sína heimahöfn á Siglufirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á meðal íbúa á Siglufirði að varðskipið Freyja sé þar með heimahöfn því það tryggir átján störf á svæðinu. Þá segir bæjarstjórinn að það sé mjög mikilvægt að varðskip skuli eiga heimahöfn úti á landi, ekki bara í Reykjavík. Það var laugardaginn 6. nóvember 2021, sem varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam og því eru að verða tvö ár liðin frá þessum sögulega viðburði. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sem er með skrifstofu sína á Siglufirði segir frábært að hafa Freyju á staðnum og að varðskipið veki alltaf mikla athygli ferðamanna í sinni heimahöfn á Siglufirði. „Og við vorum ákaflega glöð þegar þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna ákvað að Freyja skildi hafa heimahöfn hér á Siglufirði og höfum tekið því fagnandi og búið til góða aðstöðu fyrir hana hérna. Og það er stefnt að því að áhöfnin verði að mestu héðan að norðan þannig að það gengur ágætlega að uppfylla það en það er lögbundið að það skuli vera átján manna áhöfn á varðskipum svo við viljum hafa eitt svona Norðanvarðskip og annað Sunnanvarðskip til að gæta öryggi landsins og við höfum átt sérstaklega gott samstarf við Landhelgisgæsluna,“ segir Sigríður. Varðskipið vekur alltaf mikla athygli á Siglufirði, ekki síst ferðamanna, sem heimsækja bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður segir að heimahöfn skipsins á Siglufirði hafi mjög mikla þýðingu. „Já, þetta hefur bara mjög mikið að segja, bæði út frá öryggissjónarmiði sem og líka að bjargir landsins og öryggissjónarmið sé ekki bara í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Fjallabyggð Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Það var laugardaginn 6. nóvember 2021, sem varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam og því eru að verða tvö ár liðin frá þessum sögulega viðburði. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sem er með skrifstofu sína á Siglufirði segir frábært að hafa Freyju á staðnum og að varðskipið veki alltaf mikla athygli ferðamanna í sinni heimahöfn á Siglufirði. „Og við vorum ákaflega glöð þegar þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna ákvað að Freyja skildi hafa heimahöfn hér á Siglufirði og höfum tekið því fagnandi og búið til góða aðstöðu fyrir hana hérna. Og það er stefnt að því að áhöfnin verði að mestu héðan að norðan þannig að það gengur ágætlega að uppfylla það en það er lögbundið að það skuli vera átján manna áhöfn á varðskipum svo við viljum hafa eitt svona Norðanvarðskip og annað Sunnanvarðskip til að gæta öryggi landsins og við höfum átt sérstaklega gott samstarf við Landhelgisgæsluna,“ segir Sigríður. Varðskipið vekur alltaf mikla athygli á Siglufirði, ekki síst ferðamanna, sem heimsækja bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður segir að heimahöfn skipsins á Siglufirði hafi mjög mikla þýðingu. „Já, þetta hefur bara mjög mikið að segja, bæði út frá öryggissjónarmiði sem og líka að bjargir landsins og öryggissjónarmið sé ekki bara í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“
Fjallabyggð Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira