Bráðum kemur slydda og snjór... Bragi Þór Thoroddsen skrifar 17. september 2023 18:00 Nú fer í hönd sá tími þar sem skrýtnar tilfinningar bæra á sér fyrir vegfarendur fyrir vestan, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum. Það er komið haust á dagatalinu þó enn sé sumarblíða víðsvegar um land. Einhvers konar sambland af eftirvæntingu og kvíða, þó það sé ekki í miklum mæli. Meira svona eins og tími rétt fyrir próf eða bið eftir hinu óvænta. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt þó í seinni tíð sé farið að spá fyrir næstu dögum nokkuð rétt og fyrirsjáanleikinn um tíðarfar birtist í veðurfréttum og sé aðgengilegur á mörgum miðlum. Við Ísafjarðardjúp býr fólk, frá Bolungarvík inn í Ísafjörð sem liggur fyrir botni Ísafjarðardjúps. Næstum 200 km leið um strandlengjuna og merkilegt nokk á vestfirskan mælikvarða er þetta bundið slitlag alla leiðina. Djúpið er almennt veðursælt en getur breyst í andhverfu sína hraðar en hendi væri veifað. Það geymir líf margra sjómanna og ber þess vott að þar er ekki hægt að beisla náttúruöflin. Um áratugaskeið hefur veruleiki vegfarenda um Djúpveg að vetri verið litaður af snjóflóðahættu. Langir kaflar á leiðinni eru því marki brenndir. Mest í umræðunni er Súðavíkurhlíð sem liggur milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Þetta er ekki langur kafli, líklega um 10km af heildinni, en getur á hressum vetri verið kafli sem skilur á milli varðandi samgöngur. Aðsent Um þennan veg fer fólk til vinnu og frá vinnu, skólabörn sækja sundkennslu, íbúar þjónustu og svo eru flutt öll aðföng og fráföng allt frá Bolungarvík yfir að Súðavík; póstur, vörur og útflutningsvara. Um áratugaskeið hafa íbúar Súðavíkurhrepps setið með í fanginu þennan kaleik, að halda úti kröfu um úrbætur á þessum vegarkafla – frá Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð og um Súðavíkurhlíð að Súðavík. Merkilegt nokk þar sem meirihluti vegfarenda býr ekki í sveitarfélaginu Súðavíkurhreppi. Mörk sveitarfélaganna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps eru yst á hlíðinni við svonefndan Brúðarhamar. Frá Brúðarhamri (innan marka Súðavíkurhrepps) og inn í Súðavík er á um 10km kafla merktir 22 þekkir farvegir snjóflóða, skilti sem láta lítið yfir sér með tölu frá 1 upp í 22. Á kafla eru ekki nema um 50-100 m á milli þessara farvega, en á flestum tilkomumeiri stöðunum hefur verið sett upp stálþil neðan við hlíðina til þess að taka mestan þungan úr yfirstandandi flóðum. Þessi raunveruleiki, að þurfa að aka þennan veg við atvinnusókn og þjónustusókn og fyrir marga daglega 365 daga ársins er áskorun að vetri. Flestir hafa látið skrá símanúmer sitt hjá Vegagerðinni og fá sms þegar líklegt er að dragi til tíðinda. Það hljómar einhvern veginn þannig: Frá Vegagerðinni: A. Snjóflóðahætta möguleg í dag (tími tiltekinn) og svo koll af kolli yfir í C. Snjóflóðahætta. Snjóflóð. Vegur lokaður. Veturinn 2020 (frá janúar fram í lok mars) voru um 40 lokanir á þessari hlíð á um 90 dögum eða um 44% af þeim tíma. Lokanir voru allt að tæpir þrír sólarhringar í senn, niður í styttri tíma. Það þýðir að ef þú ert frá Súðavík þarft þú hið snarasta að koma þér heim áður en næsta sms berst og öfugt. Inn á milli lokast fólk í Súðavík sem hefur komið akandi um Djúpveg á leið til Ísafjarðar eða Bolungarvíkur. Bílstjórar og ferðafólk. Þá tekur við almannavarnarhlutverk Súðavíkurhrepps að taka við fólkinu og hýsa og mata þar til úr leysist. Það ásamt þeirri staðreynd að Súðavíkurhreppur er þá lokaður frá restinni af landinu með því sem fylgir. Þetta skýtur svolítið skökku við þegar við skoðum stefnumörkun í byggðarmálum um búsetufrelsi og möguleika til þess að njóta þjónustu óháð búsetu. Varla kemur út það plagg frá Innviðaráðuneyti að þau orð séu ekki höfð þar að leiðarljósi, hvað sem þau raunverulega fela í sér. Nú hefur Súðavíkurhlíð og Álftafjarðargöng litið dagsins ljós, aftur, á samgönguáætlun. Þessi göng hafa lengi verið krafa úr nærsamfélaginu hér á norðanverðum Vestfjörðum og þó í seinni tíð aðallega frá fólkinu í Súðavík. Þau hafa vikið fyrir fyrirgreiðslupólitík og heiðursmannasamkomulagi tímabundið af áætlunum, bæði við gerð Bolungarvíkurganga og Dýrafjarðarganga. Alltaf með því fyrirheiti að þau verði næst eða þarnæst í framkvæmd. Ályktað hefur verið um þessi göng oftar en önnur á Alþingi, þvert á flokka og flokkslínur. Hins vegar hefur þetta farið fyrir ofan garð og neðan þegar kemur að efndum. Á drögum að samgönguáætlun eru þau nr. 5 í röðinni til framkvæmda og tímasett árið 2032, eftur um 9 ár ef vel gengur. Umræður um jarðgöng hafa farið út og suður og ekki síst austur og norður, enda víða þörf fyrir úrbætur í samgöngum á Íslandi. Í Súðavíkurhreppi erum við upp með okkur og þakklát fyrir að þetta mál hafi þó fengið þann hljómgrunn að rata í áætlun um vegaframkvæmdir sem markaðar eru langt fram í tímann og spanna líklega líftíma nokkurra ríkisstjórna. Forathugun hefur þegar farið fram um fýsileika og kostnað en næsta lítið gerst annað. Og það var fyrir nokkrum árum. Tíminn er hraður í fortíðinni - nútíð verður fljótt að framtíð, en kynslóðir ganga og margir sjá ekki fram á þessar vegabætur í sinni tilvist. Atvinnulíf og uppbygging líður fyrir þennan farartálma og fólk flytur úr byggðarlaginu vegna þeirrar staðreyndar að akstur um Súðavíkurhlíð ógnar öryggi og hefur áhrif á sálarlíf á löngum tíma. Fjölmargir hafa á þessu svæði lokast inni, fest bíla á hlíðinni vegna snjóflóða, rétt sloppið, eða ekið á grjót sem er tíðum á veginum að sumarlagi þegar ekki er snjór. Allt markar þetta spor í sálarlífi fólks þó svo það sé ekki haft í flimtingum dags daglega. Er það enda tabú að náttúröfl og samgöngur stjórni raunverulegri búsetu fólks á stað eins og Súðavík. Aðsent Munið eftir þessum óhræsisvegi um Súðavíkurhlíð þegar kemur að afgreiðslu og staðfestingu samgönguáætlunar og ekki síst þeim kafla sem varðar gerð jarðganga og tímasetningu framkvæmda. Fyrir hönd Súðavíkurhrepps, Bragi Þór Thoroddsen. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Samgöngur Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd sá tími þar sem skrýtnar tilfinningar bæra á sér fyrir vegfarendur fyrir vestan, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum. Það er komið haust á dagatalinu þó enn sé sumarblíða víðsvegar um land. Einhvers konar sambland af eftirvæntingu og kvíða, þó það sé ekki í miklum mæli. Meira svona eins og tími rétt fyrir próf eða bið eftir hinu óvænta. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt þó í seinni tíð sé farið að spá fyrir næstu dögum nokkuð rétt og fyrirsjáanleikinn um tíðarfar birtist í veðurfréttum og sé aðgengilegur á mörgum miðlum. Við Ísafjarðardjúp býr fólk, frá Bolungarvík inn í Ísafjörð sem liggur fyrir botni Ísafjarðardjúps. Næstum 200 km leið um strandlengjuna og merkilegt nokk á vestfirskan mælikvarða er þetta bundið slitlag alla leiðina. Djúpið er almennt veðursælt en getur breyst í andhverfu sína hraðar en hendi væri veifað. Það geymir líf margra sjómanna og ber þess vott að þar er ekki hægt að beisla náttúruöflin. Um áratugaskeið hefur veruleiki vegfarenda um Djúpveg að vetri verið litaður af snjóflóðahættu. Langir kaflar á leiðinni eru því marki brenndir. Mest í umræðunni er Súðavíkurhlíð sem liggur milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Þetta er ekki langur kafli, líklega um 10km af heildinni, en getur á hressum vetri verið kafli sem skilur á milli varðandi samgöngur. Aðsent Um þennan veg fer fólk til vinnu og frá vinnu, skólabörn sækja sundkennslu, íbúar þjónustu og svo eru flutt öll aðföng og fráföng allt frá Bolungarvík yfir að Súðavík; póstur, vörur og útflutningsvara. Um áratugaskeið hafa íbúar Súðavíkurhrepps setið með í fanginu þennan kaleik, að halda úti kröfu um úrbætur á þessum vegarkafla – frá Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð og um Súðavíkurhlíð að Súðavík. Merkilegt nokk þar sem meirihluti vegfarenda býr ekki í sveitarfélaginu Súðavíkurhreppi. Mörk sveitarfélaganna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps eru yst á hlíðinni við svonefndan Brúðarhamar. Frá Brúðarhamri (innan marka Súðavíkurhrepps) og inn í Súðavík er á um 10km kafla merktir 22 þekkir farvegir snjóflóða, skilti sem láta lítið yfir sér með tölu frá 1 upp í 22. Á kafla eru ekki nema um 50-100 m á milli þessara farvega, en á flestum tilkomumeiri stöðunum hefur verið sett upp stálþil neðan við hlíðina til þess að taka mestan þungan úr yfirstandandi flóðum. Þessi raunveruleiki, að þurfa að aka þennan veg við atvinnusókn og þjónustusókn og fyrir marga daglega 365 daga ársins er áskorun að vetri. Flestir hafa látið skrá símanúmer sitt hjá Vegagerðinni og fá sms þegar líklegt er að dragi til tíðinda. Það hljómar einhvern veginn þannig: Frá Vegagerðinni: A. Snjóflóðahætta möguleg í dag (tími tiltekinn) og svo koll af kolli yfir í C. Snjóflóðahætta. Snjóflóð. Vegur lokaður. Veturinn 2020 (frá janúar fram í lok mars) voru um 40 lokanir á þessari hlíð á um 90 dögum eða um 44% af þeim tíma. Lokanir voru allt að tæpir þrír sólarhringar í senn, niður í styttri tíma. Það þýðir að ef þú ert frá Súðavík þarft þú hið snarasta að koma þér heim áður en næsta sms berst og öfugt. Inn á milli lokast fólk í Súðavík sem hefur komið akandi um Djúpveg á leið til Ísafjarðar eða Bolungarvíkur. Bílstjórar og ferðafólk. Þá tekur við almannavarnarhlutverk Súðavíkurhrepps að taka við fólkinu og hýsa og mata þar til úr leysist. Það ásamt þeirri staðreynd að Súðavíkurhreppur er þá lokaður frá restinni af landinu með því sem fylgir. Þetta skýtur svolítið skökku við þegar við skoðum stefnumörkun í byggðarmálum um búsetufrelsi og möguleika til þess að njóta þjónustu óháð búsetu. Varla kemur út það plagg frá Innviðaráðuneyti að þau orð séu ekki höfð þar að leiðarljósi, hvað sem þau raunverulega fela í sér. Nú hefur Súðavíkurhlíð og Álftafjarðargöng litið dagsins ljós, aftur, á samgönguáætlun. Þessi göng hafa lengi verið krafa úr nærsamfélaginu hér á norðanverðum Vestfjörðum og þó í seinni tíð aðallega frá fólkinu í Súðavík. Þau hafa vikið fyrir fyrirgreiðslupólitík og heiðursmannasamkomulagi tímabundið af áætlunum, bæði við gerð Bolungarvíkurganga og Dýrafjarðarganga. Alltaf með því fyrirheiti að þau verði næst eða þarnæst í framkvæmd. Ályktað hefur verið um þessi göng oftar en önnur á Alþingi, þvert á flokka og flokkslínur. Hins vegar hefur þetta farið fyrir ofan garð og neðan þegar kemur að efndum. Á drögum að samgönguáætlun eru þau nr. 5 í röðinni til framkvæmda og tímasett árið 2032, eftur um 9 ár ef vel gengur. Umræður um jarðgöng hafa farið út og suður og ekki síst austur og norður, enda víða þörf fyrir úrbætur í samgöngum á Íslandi. Í Súðavíkurhreppi erum við upp með okkur og þakklát fyrir að þetta mál hafi þó fengið þann hljómgrunn að rata í áætlun um vegaframkvæmdir sem markaðar eru langt fram í tímann og spanna líklega líftíma nokkurra ríkisstjórna. Forathugun hefur þegar farið fram um fýsileika og kostnað en næsta lítið gerst annað. Og það var fyrir nokkrum árum. Tíminn er hraður í fortíðinni - nútíð verður fljótt að framtíð, en kynslóðir ganga og margir sjá ekki fram á þessar vegabætur í sinni tilvist. Atvinnulíf og uppbygging líður fyrir þennan farartálma og fólk flytur úr byggðarlaginu vegna þeirrar staðreyndar að akstur um Súðavíkurhlíð ógnar öryggi og hefur áhrif á sálarlíf á löngum tíma. Fjölmargir hafa á þessu svæði lokast inni, fest bíla á hlíðinni vegna snjóflóða, rétt sloppið, eða ekið á grjót sem er tíðum á veginum að sumarlagi þegar ekki er snjór. Allt markar þetta spor í sálarlífi fólks þó svo það sé ekki haft í flimtingum dags daglega. Er það enda tabú að náttúröfl og samgöngur stjórni raunverulegri búsetu fólks á stað eins og Súðavík. Aðsent Munið eftir þessum óhræsisvegi um Súðavíkurhlíð þegar kemur að afgreiðslu og staðfestingu samgönguáætlunar og ekki síst þeim kafla sem varðar gerð jarðganga og tímasetningu framkvæmda. Fyrir hönd Súðavíkurhrepps, Bragi Þór Thoroddsen. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun