Arnar eftir sigur á Stjörnunni: Alltaf ánægður að vinna og halda hreinu Kári Mímisson skrifar 17. september 2023 22:30 Arnar Grétarsson og Sigurður Heiðar Höskuldsson á hliðarlínunni. Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með 2-0 sigur liðsins á Stjörnunni í Bestu deild karla í knattspyrnu nú í kvöld. Liðin leika í efri úrslitakeppni deildarinnar og með sigrinum styrktu Valsarar stöðu sína í 2. sæti. „Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
„Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn