Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Jón Þór Stefánsson skrifar 20. september 2023 18:31 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur nú verið týndur í viku í Dóminíska lýðveldinu. Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi hjá lögreglustöðinni á Dalvegi, þar sem rannsókn málsins fer fram, staðfestir það í samtali við Vísi. Svo virðist sem engar nýjar lykilupplýsingar hafi komið fram í málinu. „Við erum í samskiptum við yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu. Það er eftirgrennslan í gangi og við erum að skoða ýmsar möguleika,“ segir Heimir. Hann segir yfirvöldin erlendis hafa verið samstarfsfús. Með hjálp þeirra hafi einhverjar upplýsingar komið í ljós sem hafi þó áður legið fyrir. „Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Heimir. Lögreglan hefur leitast eftir því að fá gögn úr síma Magnúsar. Síðast þegar Heimir vissi voru þau gögn ekki komin á borð lögreglu. Hann tekur fram að lögreglan hér heima muni „að sjálfsögðu“ halda rannsókn málsins áfram. Greint var frá hvarfi Magnúsar í íslenskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hann átti bókað flug til Frankfurtar viku áður, en skilaði sér ekki í það flug. Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, steig í kjölfarið fram og greindi frá því að ekkert benti til ólöglegs athæfis. Þá sagði hún frá því að Magnús hefði glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum og að hún óttaðist að þau hefði tekið sig upp á ný. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur,“ sagði Rannveig í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi hjá lögreglustöðinni á Dalvegi, þar sem rannsókn málsins fer fram, staðfestir það í samtali við Vísi. Svo virðist sem engar nýjar lykilupplýsingar hafi komið fram í málinu. „Við erum í samskiptum við yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu. Það er eftirgrennslan í gangi og við erum að skoða ýmsar möguleika,“ segir Heimir. Hann segir yfirvöldin erlendis hafa verið samstarfsfús. Með hjálp þeirra hafi einhverjar upplýsingar komið í ljós sem hafi þó áður legið fyrir. „Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Heimir. Lögreglan hefur leitast eftir því að fá gögn úr síma Magnúsar. Síðast þegar Heimir vissi voru þau gögn ekki komin á borð lögreglu. Hann tekur fram að lögreglan hér heima muni „að sjálfsögðu“ halda rannsókn málsins áfram. Greint var frá hvarfi Magnúsar í íslenskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hann átti bókað flug til Frankfurtar viku áður, en skilaði sér ekki í það flug. Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, steig í kjölfarið fram og greindi frá því að ekkert benti til ólöglegs athæfis. Þá sagði hún frá því að Magnús hefði glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum og að hún óttaðist að þau hefði tekið sig upp á ný. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur,“ sagði Rannveig í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira