Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2023 08:31 Fjölskyldan í Vallakoti úti á akri, frá vinstri. Ingólfur, Þórsteinn Rúnar, Arnþór og Indíana. Þau eru að rækta níu tegundir af útiræktuðu grænmeti á sínu öðru ári í garðyrkjunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri. Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira