Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030 Auður Hrefna Guðmundsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir skrifa 22. september 2023 14:30 Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar