Dómsmálaráðuneytið auglýsti stöðurnar í Lögbirtingablaði 1. september síðastliðinn.
Á vef ráðuneytisins segir að skipað verði í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur lokið störfum.
Umsækjendur um embættin eru eftirtaldir:
- Finnur Vilhjálmsson saksóknari,
- Hákon Þorsteinsson lögfræðingur,
- Hrefna Dögg Gunnarsdóttir lögfræðingur,
- Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir lögmaður,
- Ólafur Helgi Árnason lögmaður,
- Sigurður Jónsson lögmaður,
- Sindri M. Stephensen dósent,
- Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara,
- Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari.
Fram kemur að umsóknir verði afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar hið fyrsta.